Viðbúnaður og velferð

ljosum.fjolgad.2006

Eigendur Hvalfjarðarganga láta sig velferð og öryggi vegfarenda miklu skipta og sýna það í verki.

Á árinu 2014 staðfesti Vegagerðin skriflega að Spölur hefði uppfyllt öll skilyrði, sem kveðið er á um í ESB-tilskipun um öryggi í jarðgöngum frá 2004 og tilheyrandi reglugerð frá 2007. Í sumum tilvikum var gengið talsvert lengra tæknilega en krafist var í tilskipuninni.

Lýsing var aukin yfir akbrautum við gangamunna, komið fyrir nýjum neyðarljósum i lofti og „flóttaljósum“ á veggjum, settir upp nýir skápar með neyðarsímum og slökkvitækjum og ljósaskilti til að vísa á neyðarstöðvar, útskot og fjarlægð að gangamunna.

Brunaþolnir rafstrengir voru lagðir, komið fyrir nýju Tetra-fjarskiptakerfi og umfangsmiklu sívöktunarkerfi nema og myndavéla.

axlir steyptar april 2012

Þá var ráðist í að steypa vegaxlir meðfram akbrautum til að auðvelda þrif. Mikið ryk myndast í göngunum, einkum af völdum nagladekkja að vetrarlagi. Að vori og hausti eru göngin þrifin hátt og lágt, með stórvirkum ryksugu- og vatnssprautubílum. Heilnæmt loft í göngunum er velferðarmál. 

Nú hefur Spölur keypt vélsóp til að sjúga upp ryk af vegöxlum og í útskotum (nóvember 2016). Tækið verður notað ef þurfa þykir og þá síðla nætur þegar umferð er í lágmarki. Vonir standa til að hægt verði að draga þannig úr mengun án þess að loka þurfti göngunum í hvert sinn sem ryk er fjarlægt.

20161110.web

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sameiginlegt frumkvæði að því að skipuleggja og viðhalda umfangsmikilli viðbragðsáætlun vegna óhappa og slysa sem kunna að eiga sér stað í göngunum. Efnt hefur verið til fjarskipta- og hópslysaæfinga til að láta reyna á viðbragðsáætlunina í heild eða tiltekna þætti hennar.

aefing 6

Spölur keypti árið 2012 tvo rafmagnsbíla, hitamyndavélar, súrefnishylki, björgunarmaska og fleira handa Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Félagið á bílana en gert var ráð fyrir því að slökkviliðin myndu annast rekstur þeirra og hafa af þeim frjáls afnot. Reyndin varð sú að Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar annast báða bílana.

Spölur gaf Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar Tetra-talstöðvar sumarið 2003 í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá því göngin voru opnuð fyrir umferð og í tilefni af því að þá var tekið í notkun nýtt Tetra-fjarskiptakerfi í göngunum.  

  • Hér fyrir neðan eru myndir frá almannavarnaæfingum á Akranesi og í Hvalfjarðargöngum, bæði „borðæfingum“ og sviðsettu hópslysi. Einnig fáeinar myndir af sérstakri æfingu Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar í göngunum.

01 IMG 0154
02 IMG 0156
03 IMG 0171
04 IMG 0191
05 IMG 0164
06 IMG 0162
07 IMG 0203
08 IMG 0204
09 almv17
10 almv11
11 aefing 9web
12 aefing 3
12 almv5
13 aefing 01

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009