Öryggi í stuttu máli

 • IMG 7650Sólarhringsvakt er í gjaldskýli norðan Hvalfjarðar og þaðan er beint símasamband við slökkvilið. 
 • FM-útvarpssendingar Ríkisútvarpsins (93,5 og 90,1) og Bylgjunnar (98,9) heyrast í bílum alla leiðina gegnum göngin. Vaktmaður í gjaldskýli getur rofið útsendingar útvarps og flutt vegfarendum í göngunum tilkynningar, ef ástæða þykir til. 
 • Farsímasamband er í göngunum.
 • Sívöktunarkerfi 57 nýrra myndavéla af fullkomnustu gerð er í göngunum og auk þess 24 öryggismyndavélar innan og utan ganganna, þar á meðal þrjár fjarstýrðar vélar sem beint er að stærstu útskotunum í göngunum. Alls vakta því yfir 80 myndavélar göngin allan sólarhringinn!
 • Tölvubúnaður sívöktunarkerfisins greinir á sjálfvirkan hátt öll frávik frá  „eðlilegu ástandi“ og lætur vaktmenn í gjaldskýli vita ef til dæmis bíll stöðvast eða er stöðvaður, ef bílar lenda í árekstri, ef reykur myndast af einhverjum ástæðum, ef ekið er hægt eða hratt, ekið er inn í útskot eða ef farmur flutningabíls fellur af palli.
 • Vaktmenn í gjaldskýli fá sjálfkrafa boð úr göngunum ef slökkvitæki er tekið úr festingu sinni. Slökkvilið á Akranesi getur komið á vettvang innan tíu mínútna frá útkalli. Auk þess er slökkvibíll á Grundartanga og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er ekki langt undan að sunnan. 
 • gong4Skápar með slökkvitækjum og neyðarsímum eru með 125 metra millibili. Í hverjum skápi eru tvö slökkitæki og eitt símtæki. Tvöfalt fleiri slökkvitæki eru nú í göngunum en krafist er í reglugerð.
 • 40 öflugar viftur hreinsa mengun frá bílum í göngunum. 
 • Sérstakir nemar eru í göngunum tengdir tölvukerfi í gjaldskýli. Starfsmenn þar geta fylgst stöðugt með mengun, leka og fleiru og lokað göngunum fyrir umferð ef þurfa þykir. 
 • Öryggisljós er í lofti ganganna með 50 metra millibili.
 • „Flóttaljós“ eru á veggjum ganganna með 62,5 metra millibili. Þau slokkna ekki þótt rafmagn fari af göngunum og vísa til gangamunna beggja vegna.
 • Ljósaskilti á gangaveggjum vísa á neyðarstöðvar og útskot. Á þeim er tilgreind fjarlægð að næsta gangamunna.
 • Eldþolið efni er í klæðningu í göngum. 
 • Í göngunum eru útskot, nægilega stór til að hægt sé að snúa við flutningabílum. 

Hvalfjarðargöng

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Skrifstofan (afgreiðsla veglykla) opin:
mánudaga til fimmtudaga  
8-12 og 12:30-16

föstudaga
8-12 og 12:30-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009