Framkvæmdir

 

 MG2252Malbikun akbrauta og steyptar vegaxlir teljast með umfangmestu framkvæmdum í Hvalfjarðargöngum frá upphafi rekstrar.

Þegar göngin voru opnuð í júlí 1998 var gert ráð fyrir að malbikið í þeim myndi endast í 5-7 ár. Slitlagið entist hins vegar betur og lengur en nokkurn mann óraði fyrir. Það var ekki fyrr en á árunum 2014 og 2015 sem malbikað var á nýjan leik og þá voru 17 ár liðin frá því elsta slitlagið var lagt á!

  1. Ending slitlags í göngunum er til vitnis um hve kvarsblandað malbik þolir vel og lengi áraun umferðar
  2. Þessi ending er jafnframt til vitnis um hve grátt samspil umferðarinnar annars vegar og sífelldra hitabreytinga og bleytu hins vegar leikur malbik á akbrautum á Íslandi, hvort heldur er í þéttbýli eða á þjóðvegum landsins. Það eru nefnilega ekki dæmi um aðra eins endingu malbiks á fjölfarinni leið á Íslandi og í göngunum!
  3. Malbikið í Hvalfjarðargöngum er vissulega í „vernduðu umhverfi“. Þar er svipaður hiti, raki og veðurlag yfirleitt árið um kring en hafa verður jafnframt í huga að umferð undir Hvalfirði er miklu, miklu meiri en gert var ráð fyrir upphaflega. Álagið á slitlagið er í samræmi við það.

IMG 0301 web
IMG 0311 web
IMG 0317 web
IMG 0322 web
MG2176 web
MG221 web
malbikun1 web
malbikun2 web
malbikun3 web

 

Vegaxlir steyptar í áföngum

 Spölur ákvað að láta steypa svokallaðar vegaxlir, þ.e. bilið frá akbrautum að berginu beggja vegna, enda á milli í göngunum. Ryk safnast þarna saman og fer á hreyfingu við loftstrauma sem fylgja umferðinni.

Erfitt var að sjúga upp rykið en eftir að axlirnar höfðu verið steyptar var mun auðveldara að ryksjúga, skola síðan með vatni undir þrýstingi og hreinsa upp vatnsblandaðann óhroðann af akbrautunum.

Þetta er að sjálfsögðu ekki unnt að gera nema göngin séu lokuð á meðan. Hreingerningin er meðal stóru verkefnanna í næturlokunum að vori og hausti ár hvert.

Nú hefur svo Spölur bætt enn um betur og keypt vélsóp til að ryksjúga eftir atvikum á milli stóru hreingerninganna, einkum að vetrarlagi þegar rykmyndunin er hvað mest.

00 web
IMG 3094 web
IMG 3107 web
IMG 3111 web
IMG 3113 web
IMG 3114 web

 

Fimm varaaflsstöðvar

Spölur keypti á árinu 2014 fimm nýjar dísilrafstöðvar til að nota af rafmagn fer af göngunum af einhverjum ástæðum. Fjórar eru fastar í spennistöðvum í og við göngin en ein er færanleg á hjólum. Sú langöflugasta er í dælustöðinni við Guðlaug í botni ganganna.

Rafstöðvavæðingin var birtingarmynd öryggismálaumræðu sem kviknaði á Íslandi vegna eldgosa undir jöklum og við jökla með tilheyrandi hættu á flóðbylgju sem gæti ógnað orkumannvirkjum og dreifikerfi raforku. 

IMG 7605 web
IMG 7616 web
IMG 7632 web
IMG 7638 web
IMG 7640 web

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009