Reglugerð um umferð í göngunum

HvalfjarðargöngLögreglustjórinn í Reykjavík setti reglur um umferð í Hvalfjarðargöngum með auglýsingu nr. 1292 sem birtist í Stjórnartíðindum 9. janúar  2018: 

AUGLÝSING um umferð um Hvalfjarðargöng

Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, og að fengnum tillögum vegamálastjóra hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið eftirtaldar takmarkanir á umferð um Hvalfjarðargöng:

1.  að hámarkshraði verði 70 km/klst.;

2.  að öll umferð gangandi og hjólandi vegfarenda, umferð reiðmanna og rekstur búfjár, verði bönnuð nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra;

3.  að takmarkanir á flutningi með hættuleg efni miðist við reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi nr. 1077/2010. Í reglugerðinni, XV. viðauka, er farmur flokkaður með tilliti til flutnings um jarðgöng.

Um Hvalfjarðargöng skal eftirfarandi gilda:

„ADR jarðfangaflokkur B“ séu ekki frekari takmarkanir auglýstar. Þetta merkir meðal annars að flutningur á eldfimu gasi í stórum tönkum og sprengiefni yfir 1.000 kg er bannaður.

„ADR jarðgangaflokkur E“

- Frá kl. 15:00 til kl. 20:00 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

- Frá kl. 10:00 á föstudögum, laugardögum og sunnudögum til kl. 01:00 næstu nótt.

- Jafnframt eftirfarandi hátíðir sem og daginn fyrir og eftir þær eins og um sunnudaga sé að ræða: páskar, hvítasunna og verslunarmannahelgi.

Flokkur E þýðir að flutningur á hættulegum farmi sem fellur undir reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi nr. 1077/2010 er bannaður;

4.  að akstur dráttarvéla og vinnuvéla verði bannaður á sömu tímum og ADR flokkur E er í gildi samkvæmt 3. lið.

Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.

 

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 22. desember 2017

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009