Flutningstakmarkanir

HvalfjarðargöngLögreglustjórinn í Reykjavík hefur sett reglur um flutningstakmarkanir í Hvalfjarðargöngum með auglýsingu sem birtist í Stjórnartíðindum 10. apríl 2003. Þar eru breytt og hert ákvæði um flutning eldsneytis og hættulegra efna og bannað alveg að flytja um göngin gas í tönkum og sprengiefni í yfir 50 kg förmum. Eldsneytisflutningar eru nú bannaðir frá kl. 15-20 frá mánudegi til fimmtudags þegar umferð er að jafnaði mest í göngunum en voru leyfilegir á þessum tíma áður. Hins vegar eru flutningsheimildir vegna hættulegra efna rýmkaðar á móti um helgar, þ.e.a.s. áður voru flutningar hættulegra efna alveg bannaðir frá kl. 10 á föstudögum til miðnættis á sunnudagskvöldum árið um kring en eru nú leyfðir á kl. 1-7 aðfararnætur laugardaga og sunnudaga.

Reglur um flutningstakmarkanir frá 10. apríl 2003 hljóða í heild sinni efnislega svo sem hér segir en þess ber að geta að ákvæði um akstur dráttarvéla og vinnuvéla, sem og um umferð gangandi/hjólandi vegfarenda og reiðmanna, eru óbreytt frá fyrri reglum:
I. Flutningur á eldfimu gasi í tönkum og sprengiefni í yfir 50 kg förmum er ávallt bannaður. Flutningur á eldsneyti í tönkum (og tómum eldsneytistönkum) er bannaður kl. 15 til kl. 20 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Á sama tíma er aðeins leyft að flytja gas í hylkjum.

II. Flutningur á hættulegum farmi, eins og hann er skilgreindur í 4. gr. reglugerðar nr. 984/2000 um flutning á hættulegum farmi, er bannaður á eftirgreindum tíma (sjá neðanmálsskýringingu *):

- Frá kl. 10 á föstudögum til kl. 1 á laugardögum.
- Frá kl. 7 á laugardögum til kl. 1 á sunnudögum.
- Frá kl. 7 á sunnudögum til kl. 1 á mánudögum.
- Frá kl. 10 fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir verslunarmannahelgi.
- Frá kl. 10 miðvikudaginn fyrir páska til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir páska.
- Frá kl. 10 föstudaginn fyrir hvítasunnu til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir hvítasunnu. 

III. Akstur dráttarvéla og vinnuvéla er bannaður á eftirgreindum tímum:

  • Kl. 16-19 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
  • kl. 10 á föstudögum til kl. 24 á sunnudögum.
  • Kl. 10 fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir verslunarmannahelgi.
  • kl. 10 miðvikudaginn fyrir páska til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir páska.
  • Kl. 10 föstudaginn fyrir hvítasunnu til kl. 24 að kvöldi þriðjudags eftir hvítasunnu.

IV. Öll umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er bönnuð í göngunum, svo og umferð reiðmanna og rekstur búfjár nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.  * Neðanmálsskýring
4. grein reglugerðar nr. 984/2000 hljóðar svo:
Hættulegur farmur skiptist í eftirfarandi flokka hættulegra efna eða vara, í samræmi við tilmæli Sameinuðu þjóðanna nr. ST/SG/AC.10/1, sem bannað er eða aðeins leyft að flytja að uppfylltum skilyrðum á viðaukum A og B í ADR-reglunum:

1 Sprengifim efni. 2 Lofttegundir. 3 Eldfimir vökvar. 4.1 Eldfim föst efni. 4.2 Efni með hættu á sjálftendrun. 4.3 Efni sem mynda eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn. 5.1 Eldnærandi efni. 5.2 Lífræn peroxíð. 6.1 Eitruð efni. 6.2 Smitefni. 7 Geislavirk efni. 8 Ætandi efni. 9 Önnur hættuleg efni.

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Skrifstofan (afgreiðsla veglykla) opin:
mánudaga til fimmtudaga  
8:00-16:00
föstudaga
8:00-15:00 

Kennitala: 511295-2119.

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009