Stjórn og hluthafar

Eignarhaldsfélagið Spölur og Spölur ehf.


Tvö félög er til um Hvalfjarðargöng og heita bæði Spölur. Upprunalega félagið, stofnað 1991, varð að eignarhaldsfélagi í desember 1995 og hefur það hlutverk að eiga eina hlutabréfið í einkahlutafélaginu Speli sem þá var stofnað. Þetta var gert á sínum tíma til að auðvelda veðsetningu hlutafjár í Speli (eitt hlutafjárskírteini í stað margra).

Stjórn Eignarhaldsfélagsins Spalar, kjörin á aðalfundi 17. mars 2017:

 • Gunnar Gunnarsson fv. aðstoðarvegamálastjóri, formaður.
 • Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland ehf.
 • Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna
 • Geir Finnsson, enskufræðingur og verkefnastjóri
 • Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi

Stjórn Spalar ehf. frá og með 17. mars 2017:

 • Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, formaður
 • Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland ehf.
 • Gunnar Gunnarsson, fv. aðstoðarvegamálastjóri
 • Geir Finnsson, enskufræðingur og verkefnastjóri
 • Stefán Ármannsson, sveitarstjórnarmaður í Hvalfjarðarsveit

Hluthafar í Speli

Hlutafélagið Spölur var stofnað á Akranesi 25. janúar 1991. Hlutafé er samtals 86 milljónir króna og hluthafar voru 45 i lok árs 2011. Stærstu hluthafar: 

 • Faxaflóahafnir 23,5%
 • Ríkissjóður Íslands 17,6%
 • Elkem Ísland 14,7%
 • Hvalfjarðarsveit 11,6%
 • Vegagerðin 11,6%
 • Akraneskaupstaður 8,7%.

Aðrir hluthafar eru fyrirtæki, félög og einstaklingar.

1998 Hvalfj 5 web

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009