Jarðgangasíða Lotsbergs

Norðmaðurinn Gunnar Lotsberg heldur úti forvitnilegri jarðgangasíðu á Vefnum þar sem kennir margra grasa. Þar kemur m.a. fram að í Noregi er að finna bæði dýpstu og lengstu veggöng neðansjávar í veröldinni.

  • Hitragöngin, sem opnuð voru 1994, eru álíka löng og Hvalfjarðargöngin, 5.645 metrar, en frá yfirborði sjávar niður í botn ganga eru mest 264 metrar (165 metrar í Hvalfjarðargöngum).
  • Göng undir Bömlafjörð í Horðalandi á vesturstönd Noregs verða opnuð á árinu 2000. Þau eru 7.921 metrar að lengd – lengstu neðansjávargöng heims – en mesta dýpi er 262,5 metrar.
  • Norðmenn slá enn eitt heimsmetið í jarðgangagerð 11. nóvember 2000. Þá verða opnuð lengstu veggöng heims á leiðinni milli Oslóar og Björgvinjar, Lærdalsgöngin. Þau eru hvorki meira né minna en 24,5 kílómetra löng, meira en fjórum sinnum lengri en Hvalfjarðargöngin! Þar með skjóta Norðmenn Svisslendingum aftur fyrir sig á heimsmetalista jarðgangamanna. Veggöng í Sviss, kennd við St. Goddard, eru þau lengstu sem nú eru í notkun í heiminum, 16,9 kílómetrar. Þau voru opnuð árið 1980.
  • Aðrir nágrannar vorir standa í stórræðum í jarðgangagerð, þ.e. Færeyingar. Þar er unnið við 4,7 kílómetra löng göng undir Vestmannasund og gert ráð fyrir að opna þau árið 2003. Norska ráðgjafarfyrirtækið O.T. Blindheim AS í Þrándheimi kemur við sögu Vestmannasundsganganna, líkt og það gerði við Hvalfjarðargöngin á sínum tíma. Fjallað er um framkvæmdirnar í Færeyjum á heimasíðu O.T.Blindheim

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009