Kynning á Staupa-Steini

Einbúinn Staupa-Steinn skaut upp kollinum í kynningarstarfi vegna Hvalfjarðarganga vorið 1997 og prýddi þá m.a. boli þátttakenda í víðavangshlaupi sem Spölur styrkti á Akranesi og límmiða til að setja á bílrúður.

Þessi geðþekki, síðhærði og skeggjaði karl er fáum sýnilegur. Hann er kenndur við bústað sinn, Staupastein á Skeiðhóli í Hvalfirði, og unir sér vel á þeim slóðum. Erla Stefánsdóttir sjáandi hefur oft staldrað við hjá Staupa-Steini á leið sinni fyrir Hvalfjörð og lýsir honum sem góðlyndum, gamansömum og sérlega barngóðum. Best skemmtir hann sér þegar fjölskyldufólk staldrar við nálægt Staupasteini og krakkar leika sér með bolta á meðan foreldrar njóta útilofts og náttúrufegurðar. Staupa-Steinn veit nefnilega ekkert skemmtilegra en atast í boltaleikjum með krökkum.

Þórhildur Jónsdóttir auglýsingateiknari teiknaði Staupastein með hliðsjón af vatnslitamynd frá Erlu sjáanda. Hugmyndin að því að ráða Staupa-Stein til kynningarstarfa fyrir Spöl hf. kviknaði í Athygli, sem annast kynningarmál Spalar. Erla gerði sér ferð upp í Hvalfjörð um páskahelgina 1997 til að kanna hvernig þetta legðist í karlinn. Skemmst er frá að segja að hann varð bæði upp með sér og glaður.

Svona leit hann út á teikningu Erlu Stefánsdóttur... ...og svona varð karlinn í útfærslu Þórhildar Jónsdóttur.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009