Fjölmiðlafár vegna Staupa-Steins

Biskupinn yfir Íslandi heiðraði Staupa-Steini sérstaklega með því að fjalla um hann í ræðu á Hólahátíð í ágúst 1998, einum mánuði eftir að Hvalfjarðargöng voru opnuð. Biskip taldi álfa og tröll lítt duga sem verndara þegar á reyndi:

„Álfasögur og trölla eru mér kærar og þorra Íslendinga, þær eru dýrmætur arfur. [...] Þær lýsa gjarna þeirri ógn sem það er að vera ginntur af álfum og trylltur í björg. Mynd hins óræða og ógnvekjandi og óskiljanlega sem tilveran geymir.“

Biskup vék og að því að prestur hefði ekki verið fenginn til að blessa göngin þegar þau voru opnuð. Ummæli biskups urðu fjölmiðlaefni og fleiri blönduðu sér í umræðuna. Stjórnarformaður Spalar sagði í Morgunblaðinu 14. ágúst 1998 að aldrei hefði tíðkast að prestur væri fenginn til að koma við opnun samgöngumannvirkja, hvorki við brýr, jarðgöng eða vegspotta. Algengara væri að "maðurinn með skærin", þ.e. samgönguráðherra, mætti á vettvang. Stjórnarformaðurinn, Gísli Gíslason, sagði ennfremur að staða þjóðkirkjunnar hlyti að vera sterkari en svo að hún léti lítinn karl á borð við Staupa-Stein raska ró sinni:

„Á þeim tíma sem verkið hefur verið í gangi vill svo til að við höfum lent í því að stíga á tærnar á ýmsum, svo sem verkfræðingum, sveitastjórnarmönnum, slökkviliðsmönnum, dagblaðsritstjórum og nú síðast kirkjunni. Það var hins vegar alls ekki meiningin að raska ró kirkjunnar.“ 

Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, fann hjá sér þörf til að lumbra á Staupa-Steini. DV hafði eftir honum 21. ágúst 1998:

„Verndari þessara Hvalfjarðarganga er tekinn úr forneskju og hjátrú fólks og það á alls ekki heima í kristnu þjóðfélagi. Þetta er lítilsvirðing við guðstrú í landinu. Maður skyldi ætla að þeir sem að þessu standa væri kristinnar trúar, a.m.k. að einhverju marki, þetta eru menn sem eru skírðir og fermdir og ættu að bera virðingu fyrir trú sinni. Þeir hafa lofað að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns en velja síðan Staupa-Stein í staðinn þegar reynir á. Þetta er til háborinnar skammar, bæði fyrir land og lýð.“

Jörmundur Ingi, allsherjargoði Ásatrúarsafnaðarins, kvaddi sér einnig hljóðs um Staupa-Stein. Hann skrifaði grein í DV 21. ágúst 1998 og sagði m.a.

„Biskup hinnar íslensku þjóðkirkju lýsti því yfir á Hólum um sl. helgi að þjóðin stæði nú í fyrsta sinn í þúsund ár andspænis raunverulegu vali milli kristni og heiðni. Ásatrúarmenn eru hér hjartanlega sammála biskupi.[....] Ekki var þó allt jafn viturlegt í ræðu biskups. Álfasögur og trölla eru honum dýrmætur arfur úr viskubrunni genginna kynslóða en um leið varar hann sterklega við þeim. Einnig varar hann menn við landvættum. Hann segir að íslensk þjóð hafi verið vernduð og signd af guði og englum hans í öllum þeim hörmungum sem yfir oss hafa gengið undanfarin þúsund ár.

Í ljósi þessa verður það enn skiljanlegra að forráðamenn Spalar leiti til hinna fornu vætta til að halda verndarhendi yfir Hvalfjarðargöngunum. Allt gerir þetta okkur svo auðveldara um vik í því vali sem biskup hvetur nú til.“

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009