Umferðin í göngunum var 12% meiri í mars í ár en í sama mánuði í fyrra. Þetta er svipuð niðurstaða og Vegagerðin fékk úr mælunum sínum á hringveginum.

Í skýrslu stjórnar Spalar á aðalfundi félagsins 23. mars kom fram að starfsmenn Spalar hefðu sent ráðherra sveitarstjórna- og samgöngumála erindi í apríl 2017 og leitað eftir upplýsingum um hver hlutur þeirra yrði við eigendaskipti Hvalfjarðarganga. Því var svarað að mál myndu skýrast á haustdögum 2017 en það gerðist ekki.

Umferðarryk í tonnatali er fjarlægt af akbrautum og vegöxlum Hvalfjarðarganga í hreinsunarátaki nýliðna nótt og þá næstu. Nýr og öflugur vélsópur er notaður í göngunum í fyrsta sinn.

Hvalfjarðargöng voru lokuð í um 45 mínútur milli klukkan 4 og 5 síðastliðna nótt. Ranglega var staðið að lokuninni vegna mistaka verktaka. Spölur biður vegfarendur afsökunar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Aðfaranótt föstudags 2. mars verða þvegnar stikur meðfram akbrautum ganganna. Vegfarendur eru hvattir til að aka gætilega. Verkið gæti truflað umferð en göngin verða opin á meðan á hreingerningunni stendur.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009