Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í  Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.

Óvenjulegt er líka að lagfæra þurfi skemmdir eftir umferðaróhapp með múrverki en undir Hvalfirði er bara svo margt sem er öðru vísi en fólk á að venjast.

Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranætur föstudags 27. apríl. Þetta eru árleg verkefni að vori, viðhald tækja og búnaðar og þrif.

 

Umferðin í göngunum var 12% meiri í mars í ár en í sama mánuði í fyrra. Þetta er svipuð niðurstaða og Vegagerðin fékk úr mælunum sínum á hringveginum.

Í skýrslu stjórnar Spalar á aðalfundi félagsins 23. mars kom fram að starfsmenn Spalar hefðu sent ráðherra sveitarstjórna- og samgöngumála erindi í apríl 2017 og leitað eftir upplýsingum um hver hlutur þeirra yrði við eigendaskipti Hvalfjarðarganga. Því var svarað að mál myndu skýrast á haustdögum 2017 en það gerðist ekki.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009