Spölur verður Vegagerðarfélag

Vegagerðin tilnefndi alla fimm í nýrri stjórn Spalar á aðalfundi í dag og einn til vara. Einkahlutafélagið er nú í raun á forræði Vegagerðarinnar og verður það til fulls þegar formsatriðum eigendaskipta lýkur innan tveggja til þriggja vikna.

Síðasti aðalfundur Spalar í tíð fyrri eigenda var á Akranesi í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri mætti þar af hálfu nýrra eigenda. Af hálfu Vegagerðarinnar setjast í stjórn félagsins Jónas Snæbjörnssonm, Rut Elfarsdóttir, Magnús Jóhannsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Stefán Erlendsson. Nýr varamaður stjórnar er G. Pétur Matthíasson.

Anna Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri er eini starfsmaður Spalar sem eftir er. Hún verður við störf út júnímánuð og bindur lausa enda í blálokin.

IMG 1157

Anna Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri útskýrir reikninga Spalar á aðalfundinum.

IMG 1164

Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Jónas A. Aðalsteinsson, lögmaður Spalar, á aðalfundinum.

IMG 1184

Síðasta stjórn Spalar og framkvæmdastjóri á síðasta fundinum. Frá vinstri: Sævar Freyr Þráinsson, varamaður Stefáns Ármannssonar, Gestur Pétursson, Jónas A. Aðalsteinsson, lögmaður Spalar frá upphafi til enda, Gísli Gíslason, formaður Spalar, Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar, Gunnar Gunnarsson og Hafsteinn S. Hafsteinsson.

Jónas A. var fundarstjóri á stofnfundi Spalar 1991 og á lokafundi félagsins 2019.

IMG 1188

Fundarmenn á síðasta fundi Spalar 2019 sem líka voru á stofnfundinum 25. janúar 1991. Frá vinstri: Gylfi Þórðarson, Jónas A. Aðalsteinsson, Jón Sigurðsson, Gísli Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Marinó Tryggvason, Bragi Ingólfsson og Óli Jón Bjarnason.

Gylfi var formaður fyrstu stjórnar Spalar og í henni voru líka Gísli, Óli Jón, Jón Hálfdanarson (var ekki viðstaddur í dag) og Stefán Reynir Kristinsson (látinn).

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009