Veglyklum rignir inn - góður gangur í uppgjörinu

„Hingað er stöðugur straumur fólks með veglykla. Það hefur sjálft fyllt út skilagreinar eða fyllir út á staðnum. Allt gengur liðlega fyrir sig enda er hér vant starfsfólk sem hefur þjónað viðskiptavinum Spalar í mörg ár og þekkir vel til mála,“ sagði Rami, stöðvarstjóri hjá N1 á Ártúnshöfða í morgun.

Marinó Tryggvason, starfsmaður Spalar, leit inn hjá Rami og tók með sér fimm fulla kassa af veglyklum - alls um 800 stykki.

Góður gangur er í uppgjöri félagsins við viðskiptavini sína. Þeir fá greitt skilagjald gegn því auðvitað að skila veglyklunum og fá svo greiddar inneignir á áskriftarreikningum sínum. 

Frekari upplýsingar að finna HÉR.

Á því hefur borið að þeir, sem ætla að skila afsláttarmiðum í pósti, taki myndir eða ljósrit af miðunum og sendi til Spalar. Það dugar ekki. Félagið verður að fá miðana sjálfa, þá fyrst skapast forsendur til að endurgreiða þá.

 

IMG 7411

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009