1,8 milljarða tap, 2,7 milljarða afskriftir

Spölur tapaði um 1,8 milljörðum eftir skatta á fyrri helmingi yfirstandandi árs  en hagnaðist á sama tímabili í fyrra um liðlega 307 milljónir króna. Afskriftir jukust á sama tíma um nær 2,7 milljarða króna, sem tengist því að Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng síðar á árinu 2018.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem félagið birti í Kauphöll Íslands í dag.

Greiðsluflæðið gefur hins vegar betri mynd af gangi félagsins þar sem verðbætur vegna vísitöluhækkana lána dreifast til greiðslu fram til loka lánstímans á yfirstandandi ári, 2018.

Greiðslugeta félagsins undanfarin 5 ár hefur verið sterk. Spölur greiddi um 430 milljónir króna í afborgarnir og vexti á árinu 2017 en um 800 milljónir árið þar áður.

  • Veggjald skilaði um 716 milljóna króna tekjum á fyrri helmingi ársins 2017 en 687 milljónum króna á fyrri hluta árs 2017. Þetta er 4,3% tekjuaukning.
  • Rekstrarkostnaður Spalar ehf. án afskrifta á fyrri hluta árs 2017 nam 279 milljónum króna og jókst um rúmar 54 milljónir króna frá fyrra ári. Helstu ástæður eru aukinn launa-, viðhalds- og sérfræðikostnaður.
  • Afskriftir á tímabilinu námu liðlega 2,7 milljörðum króna en voru á sama tímabili í fyrra 62,3 milljónir króna. Í ljósi ákvörðunar ríkisvaldsins á fyrri hluta árs 2018 eru göngin ásamt tilheyrandi mannvirkjum nú færð niður í afhendingarverðmæti til ríkisins á tímabilinu 1. janúar 2018 til áætlaðs afhendingardags síðar á sama ári. Afskriftir ársins 2018 breytast í samræmi við það.
  • Vaxtagjöld og verðbætur lækkuðu í ár um 10,8 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra.
  • Skuldir Spalar ehf. námu 1.699 milljónum króna um áramótin 2017/2018 en voru komnar niður í 1.203 milljónir króna í lok júní 2018.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  
8-17

föstudaga
8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009