Fyllt í sprungur að næturþeli

Starfsmenn Meitils – GT tækni á Grundartanga unnu að því í nótt að þétta sprungur í múrklæðingu ofarlega í Hvalfjarðargöngum norðanverðum. Þetta er meðal lagfæringa- og endurbótaverkefna sem Spölur sinnir undir lok rekstrartíma síns áður en félagið afhendir ríkinu göngin til eignar. Sprungur er hér og þar að finna í klæðningunni og tekur nokkrar nætur að fara yfir svæðið allt og ljúka verkinu.

Göngin eru opin fyrir umferð á meðan á þessu stendur. Hafist er handa eftir miðnætti þegar fáir eru á ferð. Varðliðar eru úti fyrir gangamunnum beggja vegna fjarðar, stöðva bíla og biðja ökumenn að fara gætilega um vinnusvæðið. Meitilsmenn standa þannig vel að málum og ökumenn fara ljúfmannlega að tilmælum þeirra.

Jónas og Pétur munduðu í nótt sprautur í körfu bíls uppi undir lofti ganganna og fylltu í sprungur hratt og örugglega. Þeir höfðu þá lokið á að giska fjórðungi verksins þegar á heildina var litið.

IMG 5734

IMG 5744

IMG 5756

IMG 5762

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009