Kúst & fæjó-nætur í göngunum

Umferðarryk í tonnatali er fjarlægt af akbrautum og vegöxlum Hvalfjarðarganga í hreinsunarátaki nýliðna nótt og þá næstu. Nýr og öflugur vélsópur er notaður í göngunum í fyrsta sinn.

IMG 2019 webHálfu fimmta tonni af ryki var sópað saman og það sogið upp í göngunum í síðustu viku. Búist er við að enn meira falli til nú, einungis viku eftir að síðast var farið með götusóp um göngin!

Það er því ekkert smáræði af misjafnlega fíngerðu ryki sem bílar á nagladekkjum búa til með nuddi á slitlagi akbrautanna og ryki sem ökutækin stór og smá flytja með sér inn í göngin og þyrla síðan upp, ekki síst flutningabílar sem mynda sog þegar þeir bruna undir Hvalfjörð.

Vélsópur í eigu Spalar hefur verið notaður í hverri viku undanfarið til að soga upp ryk. Þá eru blásarar ofan akbrautanna látnir ganga á fullu dagana langa til að hreinsa loft í göngunum.

Það sýnir sig samt að betur má ef duga skal. Núna nýliðna nótt og þá næstu, þ.e. aðfaranótt miðvikudags 14. mars, er unnið samtímis með tveimur tækjum við að hreinsa ryk í göngunum, í sama anda en með öllu kröftugri græjum en kveðið er um í texta lags sem tók þátt í því á dögunum að berjast um hylli landans vegna Evrópusöngvakeppninnar.

Vélsópur Spalar er notaður til að sjúga upp ryk á vegöxlum næst veggjum ganganna en á sjálfum akbrautunum er nýjasta tækið í flota Hreinsitækni ehf., götusópur sem losar rykið með þrýstivatnssprautun og sogar jafnharðan upp óhreinindin. Þetta tæki er svo nýtt að það hefur einungis verið prófað á nokkrum götuköflum í Reykjavík en er nú notað í fyrsta sinn í Hvalfjarðargöngum.

Hreinsunaraðgerðir hófust upp úr klukkan 11 í gærkvöld. Nokkur umferð var fram undir hálft eitt í nótt. Gæslumenn voru við munna beggja vegna, stöðvuðu bíla og vöktu athygli bílstjóranna á að vélsópar væru að störfum í göngunum. Vegfarendur brugðust vel við og sýndu aðgát og tillitissemi. Tafir í umferðinni voru ekki teljandi.

Verkinu verður fram haldið næstu nótt líka, frá klukkan 11 til 6 í fyrramálið. Sama gildir þá og fyrr; að aka varlega og taka tillit til sópara og til annarra vegfarenda að sjálfsögðu líka.

IMG 1995 web 
 Nýr götusópur Hreinsitækni ehf. í nótt, í fyrsta sinn í Hvalfjarðargöngum.
 IMG 2005 web
 Vélsópur og ryksuga Spalar. Þarna var hreinsað fyrir viku en rykið sem komið er á örfáum dögum sést greinilega!

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009