Lokað vegna mistaka

Hvalfjarðargöng voru lokuð í um 45 mínútur milli klukkan 4 og 5 síðastliðna nótt. Ranglega var staðið að lokuninni vegna mistaka verktaka. Spölur biður vegfarendur afsökunar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Starfsmenn verktaka unnu síðastliðna nótt við að skipta um blásara í loftræsikerfinu og sömuleiðis var unnið að breytingum í fjarskiptakerfi. Þeir óskuðu eftir því að starfsmaður í gjaldskýli lokaði göngunum fyrir umferð á fimmta tímanum og var það gert.

Ákveðið verklag er viðhaft í aðdraganda lokunar ganganna vegna vinnu í þeim og lokun er jafnan bæði kynnt og auglýst, sem eðlilegt er. Verklaginu var ekki fylgt í þessu tilviki og beðist er velvirðingar á því.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009