„Hingað er stöðugur straumur fólks með veglykla. Það hefur sjálft fyllt út skilagreinar eða fyllir út á staðnum. Allt gengur liðlega fyrir sig enda er hér vant starfsfólk sem hefur þjónað viðskiptavinum Spalar í mörg ár og þekkir vel til mála,“ sagði Rami, stöðvarstjóri hjá N1 á Ártúnshöfða í morgun.

Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur í næstu viku vegna viðhalds og hreingerningar frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Lokað verður aðfaranótt þriðjudags 18.,  miðvikudags 19., fimmtudags 20. og föstudags 21. september. „Hausthreingerning“ í göngunum hefur jafnan verið síðar á árinu en er nú í september vegna eigendaskipta mannvirkisins um næstu mánaðarmót. Þetta er því í síðasta sinn sem Spölur lokar Hvalfjarðargöngum vegna árvissra verka við þrif og viðhald.

Spölur tapaði um 1,8 milljörðum eftir skatta á fyrri helmingi yfirstandandi árs  en hagnaðist á sama tímabili í fyrra um liðlega 307 milljónir króna. Afskriftir jukust á sama tíma um nær 2,7 milljarða króna, sem tengist því að Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng síðar á árinu 2018.

Starfsmenn Meitils – GT tækni á Grundartanga unnu að því í nótt að þétta sprungur í múrklæðingu ofarlega í Hvalfjarðargöngum norðanverðum. Þetta er meðal lagfæringa- og endurbótaverkefna sem Spölur sinnir undir lok rekstrartíma síns áður en félagið afhendir ríkinu göngin til eignar. Sprungur er hér og þar að finna í klæðningunni og tekur nokkrar nætur að fara yfir svæðið allt og ljúka verkinu.

Göngin eru opin fyrir umferð á meðan á þessu stendur. Hafist er handa eftir miðnætti þegar fáir eru á ferð. Varðliðar eru úti fyrir gangamunnum beggja vegna fjarðar, stöðva bíla og biðja ökumenn að fara gætilega um vinnusvæðið. Meitilsmenn standa þannig vel að málum og ökumenn fara ljúfmannlega að tilmælum þeirra.

Jónas og Pétur munduðu í nótt sprautur í körfu bíls uppi undir lofti ganganna og fylltu í sprungur hratt og örugglega. Þeir höfðu þá lokið á að giska fjórðungi verksins þegar á heildina var litið.

IMG 5734

IMG 5744

IMG 5756

IMG 5762

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009