Svarfdælasýsl forlag sf. hefur sent frá sér bókina Undir kelduna – sagan um Hvalfjarðargöng 1987-2019 eftir Atla Rúnar Halldórsson blaðamann. Forlagið efndi til útgáfuteitis í sal Slysavarnadeildarinnar Lífar á Akranesi. Bókin er seld í verslunum Pennans-Eymundssons á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Vegagerðin tilnefndi alla fimm í nýrri stjórn Spalar á aðalfundi í dag og einn til vara. Einkahlutafélagið er nú í raun á forræði Vegagerðarinnar og verður það til fulls þegar formsatriðum eigendaskipta lýkur innan tveggja til þriggja vikna.

51148734 2564345580272767 2550221421380894720 n

Starfsmenn Spalar eru í þann veginn að póstleggja um 2.600 bréf til þeirra sem enn hafa ekki skilað félaginu veglyklum og eiga inni fjármuni á áskriftarreikningum.

„Hingað er stöðugur straumur fólks með veglykla. Það hefur sjálft fyllt út skilagreinar eða fyllir út á staðnum. Allt gengur liðlega fyrir sig enda er hér vant starfsfólk sem hefur þjónað viðskiptavinum Spalar í mörg ár og þekkir vel til mála,“ sagði Rami, stöðvarstjóri hjá N1 á Ártúnshöfða í morgun.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009