Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í  Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.

Óvenjulegt er líka að lagfæra þurfi skemmdir eftir umferðaróhapp með múrverki en undir Hvalfirði er bara svo margt sem er öðru vísi en fólk á að venjast.

Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku vegna viðhalds og þrifa. Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranætur föstudags 27. apríl. Þetta eru árleg verkefni að vori, viðhald tækja og búnaðar og þrif.

 

Umferðin í göngunum var 12% meiri í mars í ár en í sama mánuði í fyrra. Þetta er svipuð niðurstaða og Vegagerðin fékk úr mælunum sínum á hringveginum.

Í skýrslu stjórnar Spalar á aðalfundi félagsins 23. mars kom fram að starfsmenn Spalar hefðu sent ráðherra sveitarstjórna- og samgöngumála erindi í apríl 2017 og leitað eftir upplýsingum um hver hlutur þeirra yrði við eigendaskipti Hvalfjarðarganga. Því var svarað að mál myndu skýrast á haustdögum 2017 en það gerðist ekki.

Umferðarryk í tonnatali er fjarlægt af akbrautum og vegöxlum Hvalfjarðarganga í hreinsunarátaki nýliðna nótt og þá næstu. Nýr og öflugur vélsópur er notaður í göngunum í fyrsta sinn.

Hvalfjarðargöng voru lokuð í um 45 mínútur milli klukkan 4 og 5 síðastliðna nótt. Ranglega var staðið að lokuninni vegna mistaka verktaka. Spölur biður vegfarendur afsökunar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Aðfaranótt föstudags 2. mars verða þvegnar stikur meðfram akbrautum ganganna. Vegfarendur eru hvattir til að aka gætilega. Verkið gæti truflað umferð en göngin verða opin á meðan á hreingerningunni stendur.

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Skrifstofan (afgreiðsla veglykla) opin:
mánudaga til fimmtudaga  
8:00-16:00
föstudaga
8:00-15:00 

Kennitala: 511295-2119.

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009