Liðlega 307 milljóna króna hagnaður á fyrri helmingi ársins

Rekstur Spalar ehf. skilaði 307,5 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrri hluta árs 2017 en 242 milljóna króna hagnaði á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem birt var í Kauphöllinni í dag.

Tekjur af veggjaldi jukust um 9,8% og voru 686,7 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en 625,3 milljónir króna á sama tímabili 2016.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar segir að umferð og tekjur séu heldur minni en ráð var fyrir gert á fyrri helmingi ársins 2017 og býst við sama saga verði sögð í þeim efnum á síðari helmingnum.

Rekstrarkostnaður Spalar ehf. án afskrifta nam 225 milljónum króna og jókst um 7 milljónir króna frá fyrra ári vegna aukins launakostnaðar.

Afskriftir námu 62,3 milljónum króna í stað 60,2 milljóna króna í fyrra.

Vaxtagjöld og verðbætur lækkuðu um 30,1 milljón króna frá í fyrra.

Skuldir Spalar jukust og námu 2.152 milljónum króna um mitt ár 2017 en voru 2.053 milljónir króna í byrjun ársins.

Greiðslugeta Spalar er sterk og hefur verið undanfarin ár. Félagið greiddi þannig um 800 milljónir króna í afborganir og vexti á árinu 2016 og um 700 milljónir króna á árinu 2015.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009