Alvarleg óhöpp en engin slys á fólki

Fólksbíl á suðurleið var ekið á vegg í göngunum sunnanverðum snemma í morgun. Ökumaður var einn á ferð og slasaðist ekki.

Atvikið átti sér stað um fimmleytið að morgni 30. júní. Lögregla kom á vettvang en sjúkrabíl var snúið við á leiðinni á vettgvang þegar ljóst varð að ökumaðurinn hefði ekki meiðst við áreksturinn. Bíllinn er ónýtur og göngunum var lokað á meðan lögregla athafnaði sig og bílflakið var fjarlægt.

Engin umferð var þegar þetta átti sér stað en ljóst er að þarna hefði skapast stórhætta ef bílar hefðu komið úr gagnstæðri átt á sama tíma.

Fyrri í vikunni var annað óhapp um miðjan dag og þar var mikið hættuástand en betur fór en á horfðist.

Vörubíll var á leið frá Reykjavík til norðurs með nýjan lyftara á palli. Bóman á lyftaranum var talsvert hærri en stálbitarnir sem eru í lofti gangamunnanna beggja vegna og því mun hærri en lög leyfa. Yfir akreininni sunnan ganganna er skilti og einnig slá í löglegri hæð til að flutningabílstjórar geti mátað farminn við áður en lengra er haldið. Bóman slóst upp í á báðum stöðum en ökumaður vörubílsins hélt samt ótrauður áfram för og ók af svo miklu afli á öryggisbitann að hann fór út „sætum“ sínum, keðjur í öðrum enda hans slitnuðu og festingar í lofti og veggjum eyðilögðust.

Lyftarinn er ónýtur eftir áreksturinn og sjálfur stálbitinn sömuleiðis. Árekstur lyftarans og bitans er með alvarlegri málum af þessu tagi. Ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem það skapar umferð til beggja átta ef stálbiti losnar þarna og fellur til jarðar.

Vegfarendur sem voru á eftir vörubílnum á leiðinni sáu bómu lyftarans slást upp í skiltið og stoppuðu. Þá grunaði að til verri tíðinda drægi þegar kæmi að gangamunnanum og það gekk eftir.

Myndskeiðin eru birt í forvarnarskyni og í þágu öryggis í umferðinni. Við berum hagsmuni allra viðskiptavina okkar fyrir brjósti og viljum að þeir skili sér heilir heim.

 

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009