Inneign greidd út þegar gjaldheimtu lýkur

Viðskiptavinir Spalar fá inneign sína á áskriftarreikningum greidda þegar hætt verður að innheimta veggjald í göngunum, hvenær svo það gerist á árinu 2018. Þetta skal tekið fram að gefnu tilefni.

Spurningar hafa vaknað hjá sumum viðskiptavinum í tilefni frétta um að innheimtu veggjalda verði hætt á næsta ári. Þeir velta fyrir sér hvað verði um þá fjármuni sem þeir kunna að eiga inni hjá Speli vegna fyrirframgreiddra ferða.

Svarið er einfalt: Allir fá inneignir sínar greiddar út eftir að gjaldheimtunni lýkur.

Þeir sem eiga afsláttarmiða í fórum sínum þegar gjaldheimtu lýkur framvísa þeim og fá þá endurgreidda.

Áskrifendur að ferðum greiddu skilagjald fyrir veglykla og það sömuleiðis endurgreitt.

  • Ekki er unnt að segja hvenær gjaldheimtunni nákvæmlega lýkur á árinu 2018 en víst er að Spölur mun kynna og auglýsa rækilega hvernig staðið verður að greiðslu inneignar, afsláttarmiða og skilagjalds veglykla þegar þar að kemur.

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Skrifstofan (afgreiðsla veglykla) opin:
mánudaga til fimmtudaga  
8:00-16:00
föstudaga
8:00-15:00 

Kennitala: 511295-2119.

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009