Hvalfjarðargöng verða opin í næstu viku (16. viku) dag og nótt eins og venjulega. Áður boðuðum næturlokunum er frestað fram í 17. viku, þ.e. síðustu viku aprílmánaðar. Nánar kynnt síðar.

Umferðin í göngunum var 26% meiri í mars en í sama mánuði í fyrra en þá ber að hafa í huga að páskarnir voru í mars í ár en í apríl í fyrra. Það gerir samanburð þessara mánaða óraunhæfan frá ári til árs.

Umferðin á fyrsta fjórðungi ársins 2016 var tæplega 20% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Það ætti að teljast óþarft að ítreka sérstaklega hér að Spölur fari með skattalegar afskriftir lögum samkvæmt en er gert að gefnu tilefni. Því hefur sem sagt verið haldið fram á opinberum vettvangi að breytingar á afskriftum fastafjármuna í ársreikningi félagsins árið 2010 hafi leitt til óþarfa skattgreiðslna og þar með lengri líftíma Spalar en þörf hafi verið á.

Gjaldskrá Spalar fyrir Hvalfjarðargöng verður að líkindum óbreytt þar til rekstrartíma félagsins lýkur, í árslok 2018. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar Spalar á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag.

Núgildandi gjaldskrá hefur verið óbreytt frá 1. júlí 2011, þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og virðisaukaskattur sömuleiðis. Veggjaldið hefur því lækkað að raungildi og lækkar áfram að óbreyttu.

 Forsendur þess að hægt sé að halda gjaldskránni óbreyttri eru þær að verðlag í landinu haldist nokkuð stöðugt og að umferðin aukist, eins og útlit er fyrir.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum er mun meiri á fyrstu tveimur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og meiri en dæmi eru um áður í janúar og febrúar.

Tölum í febrúar fylgir sá fyrirvari að nú er hlaupár og mánuðurinn einum degi lengri en í fyrra. Breytir samt engu um að aukningin er veruleg eða nær 15% ef bornir eru saman 28 dagar í febrúar í ár og á síðastliðinu ári.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009