Nýir vendir sópa best, þar á meðal vélvöndur Spalar

Spölur hefur keypt og tekið í notkun nýjan vélsóp til að draga úr rykmengun í Hvalfjarðargöngum.

Rykmyndunin er sér í lagi mikil og hröð að vetrarlagi þegar margir fara um á nagladekkjum.

Stórvirkir ryksugu- og þvottabílar eru notaðir til þrifa í göngunum á vorin og haustin. Það er gert að næturlagi og lokað á meðan fyrir umferð, eins og viðskiptavinir og aðrir landsmenn þekkja.

Sú hugmynd kviknaði hjá Spalarmönnum í vor hvort félagið sjálft gæti eignast tæki til að sópa þar sem vel aðgengilegt er á milli stóru vor- og haustþrifanna, ekki síst að vetri til þegar nagladekkin þyrla upp ryki margfalt á við það sem gerist í sumarumferðinni.

Skemmst er frá að segja að fregnir bárust af væntanlegri sýningu í München þar sem yrðu vélsópar af ýmsu tagi. Starfsmenn Spalar fóru utan, fundu álitlegan vélsóp sem félagið síðan keypti og fékk til landsins.

Tækið var prófað eina nóttina nú í vikunni og reyndist í samræmi við væntingar. Auðvelt er að sópa upp ryki af vegöxlum og í útskotum og þetta er unnt að gera síðla nætur, þegar umferð er sáralítil, án þess að loka göngunum

Starfsmenn Meitilsins ehf. á Grundartanga sjá um að sópa með þessum vélvædda vendi Spalar. Þannig ætti að vera unnt að minnka rykmengunina umtalsvert, sem er bæði öryggisatriði og í þágu vegfarenda á allan hátt að hafa sem hreinast loft í kringum sig á ferð undir fjörðinn.

sopur1

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009