Tæplega 242 milljóna króna hagnaður á fyrri helmingi ársins

Spölur hagnaðist um 241,8 milljónir króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2016. Sambærileg tala á fyrri hluts árs 2015 var 168,6 milljónir króna.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi 1. janúar til 30. júní 2016 sem birtir voru í Kauphöllinni í dag.

Greiðslugeta Spalar undanfarin fimm ár hefur verið sterk. Um 700 milljónir króna voru greiddar í afborganir og vexti á árinu 2015 en 643 milljónir króna árið þar á undan. Nauðsynlegir umframfjármunir voru auk þess til staðar hjá félaginu, líkt og lánasamningar mæla fyrir um.

Tekjur af veggjaldi voru 625,3 milljónir króna fyrstu sex mánuði árs 2016 en 533,2 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Þær jukust þannig um 17,3% frá ári til árs.

Rekstrarkostnaður Spalar ehf. án afskrifta nam 218 milljónum króna fyrstu sex mánuði árs 2016 og jókst um rúmlega 27 milljónir króna frá árinu áður þegar hann nam 191 milljón króna. Aukinn viðhalds- og launakostnaður skýrir breytinguna.

Afskriftir á tímabilinu námu 60 milljónum króna en voru á sama tíma í fyrra 61 milljón króna.

Vaxtagjöld og verðbætur lækkuðu um 23 milljónir króna frá í fyrra.

Skuldir Spalar ehf. jukust úr 2.646 milljónum króna í lok árs 2015 í 2.796 milljónir króna í lok júní 2016.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009