Þrifnaðar- og viðhaldsverk að vori

Öflugir dælubílar skoluðu ryk af dúkum, bergi og vegöxlum Hvalfjarðarganga síðastliðna nótt í árlegri vorhreingerningu. Lokað var á meðan fyrir umferð og lokað verður áfram næstu þrjár nætur, frá kl. 22 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Að morgni föstudags 29. apríl lýkur verkefninu í þetta sinn.

Næturlokanir eru líka notaðar til viðhalds af ýmsu tagi og því eru margir við störf af ýmsu tagi hér og þar í göngunum á sama tíma. Útilokað væri að leyfa umferð á meðan, þó ekki væri nema vegna öryggis vegfarenda og þeirra sem sinna vinnu sinni í göngunum.

Sífellt vaxandi ferðamannastraumur og stóraukin umferð bíla víða um land, þar á meðal um Hvalfjarðargöng, birtist í ýmsum myndum. Rykmyndun í göngunum í vetur var meiri en dæmi eru um áður, það er eðlileg afleiðing af umferðaraukningunni. Fyrir helgina verða þau orðin hrein og fín.

IMG 3140

IMG 3166

IMG 3186

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009