Næturlokanir í Hvalfjarðargöngum

Komið er að árlegum viðburði í Hvalfjarðargöngum: vorhreingerningu og viðhaldi tækja og búnaðar. Þess vegna verða göngin lokuð í fjórar nætur í 17. viku, 26.-29. apríl.

Hafa ber sérstaklega í huga að lokað verður kl. 22 á kvöldin, lokað er fyrst kl. 22 að kvöldi mánudags 25. apríl og síðan kl. 22 að kvöldi þriðjudags, miðvikudags og fimmtudags.

Lokað verður sem hér segir:

  • Frá kl. 22 að kvöldi mánudags 25. apríl til kl. 6 að morgni þriðjudags 26. apríl.
  • Frá kl. 22 að kvöldi þriðjudags 26. apríl til kl. 6 að morgni miðvikudags 27. apríl.
  • Frá kl. 22 að kvöldi miðvikudags 27. apríl til kl. 6 að morgni fimmtudags 28. apríl.
  • Frá kl. 22 að kvöldi fimmtudags 28. apríl til kl. 6 að morgni föstudags 29. apríl.

Hingað til hefur verið lokað frá miðnætti til kl. 6 að morgni í hliðstæðu hreingerningar- og viðhaldsstoppi en reynslan sýnir að það er ekki nóg. Þess vegna verður lokað nú kl. 22. Áríðandi að vegfarendur veiti því sérstaka eftirtekt.

Af sjálfu leiðir að lokun ganganna raskar ferðaáætlun einhverra viðskiptavina og það er miður. Viðhaldið og hreingerningin eru hins vegar nauðsynjamál og óframkvæmanleg ef umferð er leyfð þar á meðan. 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009