Um skattalegar afskriftir Spalar, að gefnu tilefni

Það ætti að teljast óþarft að ítreka sérstaklega hér að Spölur fari með skattalegar afskriftir lögum samkvæmt en er gert að gefnu tilefni. Því hefur sem sagt verið haldið fram á opinberum vettvangi að breytingar á afskriftum fastafjármuna í ársreikningi félagsins árið 2010 hafi leitt til óþarfa skattgreiðslna og þar með lengri líftíma Spalar en þörf hafi verið á.

Endurskoðandi Spalar fjallaði um málið á aðalfundi félagsins í fyrri viku og sendi stjórnarformanni í framhaldinu minnisblað sem hér er birt í heild sinni.

Afskriftum í efnahagsreikningi var breytt á árunum 2009 og 2010. Árið 2010 hækkaði þáverandi endurskoðandi félagsins afskriftir verulega. Slíkt hefði að óbreyttu leitt af sér hallarekstur og þörf á gjaldskrárhækkun. Stjórn Spalar ehf. fékk þá óháð mat á nýtingartíma eigna, sem leiddi til lægri afskrifta í efnahagsreikningi og þar með var sérstök þörf á gjaldskrárhækkun úr sögunni.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009