Áframhaldandi „verðhjöðnun“ í Hvalfjarðargöngum!

Gjaldskrá Spalar fyrir Hvalfjarðargöng verður að líkindum óbreytt þar til rekstrartíma félagsins lýkur, í árslok 2018. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar Spalar á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag.

Núgildandi gjaldskrá hefur verið óbreytt frá 1. júlí 2011, þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og virðisaukaskattur sömuleiðis. Veggjaldið hefur því lækkað að raungildi og lækkar áfram að óbreyttu.

 Forsendur þess að hægt sé að halda gjaldskránni óbreyttri eru þær að verðlag í landinu haldist nokkuð stöðugt og að umferðin aukist, eins og útlit er fyrir.

Slitlag á akbrautum ganganna var endurnýjað á árinu 2015. Þar með lauk stærstu framkvæmdaliðum sem stjórn Spalar áformaði á rekstrartímanum. Fjárfestingarþörf til loka árs 2018 er því óverulegt og „ljóst að göngunum verður skilað til ríkisins í góðu ásigkomulagi“, að því er fram kom í máli Gísla Gíslasonar stjórnarformanns og Gylfa Þórðarsonar framkvæmdastjóra.

Skuldir og rekstur ganganna greiðast með tekjum af veggjöldum. Nú eru þrjár afborganir eftir af langtímalánum félagsins, sú síðasta í september 2018.

Fram kom að stjórn Spalar sendi innanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Vegagerðinni minnisblað þar sem óskað var verið eftir viðræðum og sérstöku samkomulagi um hvernig staðið skyldi að því þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar.

Í minnisblaðinu er minnt á að hámarksumferð á sólarhring sé 8.000 ökutæki á sólarhring að jafnaði, samkvæmt gildandi reglum. Miðað við „hóflega umferðarspá“ geti öryggismörkum verið náð 2020 eða 2021. Þá er ekki tekið tillit til þess að umferðin eykst að líkindum umtalsvert þegar heimild til gjaldheimtu fellur niður í lok árs 2018.

Erlendum ferðamönnum fjölgar og fjölgar á Íslandi og þess gætir í umferðinni á þjóðvegum landsins og þar með í göngunum líka. Túrisminn skýrir þannig að verulegu leyti mjög aukna umferð í göngunum þar sem af er ári 2016. 

Arionbanki spáir 12,6% fjölgun ferðamanna hér á landi 2016 og 10,6% fjölgun á árinu 2017. Gagnvart Speli birtist þessi þróun þannig að ökumönnum fjölgar hlutfallslega sem staðgreiða veggjald. Veglyklum fjölgar en samt dragast tekjur af áskriftarferðum saman þegar á heildina er litið en staðgreiðslan vegur þyngra á móti í heildarmynd tekjustreymis Spalar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009