Spölur hefur keypt og tekið í notkun nýjan vélsóp til að draga úr rykmengun í Hvalfjarðargöngum.

Rykmyndunin er sér í lagi mikil og hröð að vetrarlagi þegar margir fara um á nagladekkjum.

Stórvirkir ryksugu- og þvottabílar eru notaðir til þrifa í göngunum á vorin og haustin. Það er gert að næturlagi og lokað á meðan fyrir umferð, eins og viðskiptavinir og aðrir landsmenn þekkja.

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um liðlega 12% í október miðað við sama mánuð í fyrra.

Veruleg aukning mældist í öllum mánuðum það sem af er ári og gríðarleg í sumum. Fyrstu tíu mánuði 2016 jókst umferðin að jafnaði um 15%.

Hvalfjarðargöng verða lokuð í þrjár nætur í síðustu viku októbermánaðar vegna árlegra haustverka við þrif og viðhald. Lokað verður aðfaranætur þriðjudags 25., miðvikudags 26. og fimmtudags 27. október frá miðnætti til klukkan sex að morgni.

Umferðarmetin falla enn og aftur. Aldrei hefur verið meiri umferð í göngunum í septembermánuði en í ár og munar miklu. Meðalumferð á sólarhring var nær 1.100 bílum meiri nú en í september í fyrra!

Það stefnir í að meðalumferð á sólarhring á árinu öllu verði um eða yfir 6.400 ökutæki á sólarhring en var ríflega 5.600 á árinu 2015.

Upplýsir að umferðaraukningin á hringveginum hafi verið nákvæmlega sú hin sama og undir Hvalfirði eða um 13% að jafnaði á sextán talningarstöðum.
Mesta aukningin var á Austurlandi eða ríflega 25%, hvorki meira né minna. 

Umferðin jókst um ríflega 27% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Þegar litið er til fyrstu fimm mánuða ársins nemur aukningin 21%.

Vegslárnar í gjaldhliði Hvalfjarðarganga verða teknar í gagnið á nýjan leik núna í vikunni. Þær hafa verið uppi undanfarna mánuði en nú verður breyting þar á og vegfarendur eru beðnir um að hafa þetta í huga.

Umferðin í göngunum jókst um 16,65% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra.

Fyrstu fjóra mánuði ársins fóru yfir 620 þúsund ökutæki undir Hvalfjörð, sem er 19% aukning frá í fyrra. Í öllum mánuðum var meiri umferð en nokkru sinni áður.

Öflugir dælubílar skoluðu ryk af dúkum, bergi og vegöxlum Hvalfjarðarganga síðastliðna nótt í árlegri vorhreingerningu.
Lokað var á meðan fyrir umferð og lokað verður áfram næstu þrjár nætur, frá kl. 22 að kvöldi til kl. 6 að morgni.
Að morgni föstudags 29. apríl lýkur verkefninu í þetta sinn.

Komið er að árlegum viðburði í Hvalfjarðargöngum: vorhreingerningu og viðhaldi tækja og búnaðar. Þess vegna verða göngin lokuð í fjórar nætur í 17. viku, 26.-29. apríl.

Hafa ber sérstaklega í huga að lokað verður kl. 22 á kvöldin, lokað er fyrst kl. 22 að kvöldi mánudags 25. apríl og síðan kl. 22 að kvöldi þriðjudags, miðvikudags og fimmtudags.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009