Hjól á flutningabíl losnaði í botni Hvalfjarðarganga um miðjan dag í gær og lenti á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt.
Enginn meiddist en jeppinn er stórskemmdur eða jafnvel ónýtur.
Hjól á flutningabíl losnaði í botni Hvalfjarðarganga um miðjan dag í gær og lenti á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt.
Enginn meiddist en jeppinn er stórskemmdur eða jafnvel ónýtur.
Umferð í göngunum í nóvember var mun meiri en dæmi eru um áður í þessum dimma vetrarmánuði. Hátt í 150 þúsund ökutæki fóru undir Hvalfjörð, 8,6% fleiri en í nóvember í fyrra.
Umferðarteljarar Vegagerðinnar segja sömu söguna um hringveginn. Umferðin þar jókst um 6% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra, sem er met. Hún jókst mest á Austurlandi en minnst á Suðurlandi.
Starfsfólk Spalar gerði sér dagamun um helgina í tilefni af aðventu jóla, snæddi saman á Kolabrautinni og sá Hróa hött í Þjóðleikhúsinu.
Tækifæri gafst til að skála fyrir Ásrúnu Baldvinsdóttur, innheimtustjóra Spalar. Hún varð sjötug í gær, sunnudag, og fær góðar kveðjur hér og nú í tilefni tímamótanna.
Ásrún og Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, hafa verið samstarfsmenn í 38 ár, fyrst hjá Sementsverksmiðju ríkisins og síðan Speli.
Unnið verður að viðgerðum í suðurmunna Hvalfjarðarganga aðfaranótt sunnudags 15. nóvember frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Gera má ráð fyrir einhverjum umferðartöfum af þessum ástæðum.
„Eitt alvarlegasta atvik sem ég hef séð upptöku af í eftirlitskerfi Hvalfjarðarganga“, segir Marinó Tryggvason, öryggisfullrúi Spalar, um myndskeiðið sem fylgir hér með fréttinni. Upptakan er frá því laust fyrir klukkan sjö að kvöldi miðvikudags 4. nóvember 2015.
Flutningabíll með trjáboli – hærri farm en löglegt er að flytja – kom inn í göngin á norðurleið. Farmurinn rakst upp í stálbita yfir syðri gangamunnanum. Nokkrir bolir rákust upp í loft og hrundu síðan niður á akbrautina. Engan sakaði en þarna hefði getað orðið stórslys.
Umferðin í Hvalfjarðargöngum jókst um 17,5% í október miðað við sama mánuð í fyrra, hvorki meira né minna. Þetta er langmesta umferð sem mælst hefur í október frá upphafi. Aukningin er gríðarleg, sem sést best á því að sjö þúsund fleiri ökutæki fóru um göngin í október í ár en í október 2007, sem var metmánuður þar til nýjustu tölur lágu fyrir!
Allt gekk eftir áætlun í verkefnum sem unnið var að í Hvalfjarðargöngum næturnar þrjár núna í vikunni þegar lokað var fyrir umferð. Göngin voru þrifin og hreinsuð enda á milli og dyttað að ýmsu í tæknibúnaði og öðru sem tilheyrir rekstri mannvirkisins. Vegfarendur sýndu lokuninni skilning og tillitssemi, sem ber að þakka.
Mikil umferð hefur annars verið í októbermánjuði og áberandi margir erlendir ferðamenn í bílaleigubílum á þjóðvegum landsins. Það á ekki lengur við að tala um sumarið sem „ferðamannatímann“. Árið allt er orðið ferðamannatími, bara mismikill eftir árstíðum.
Vikugamall grís leit inn á skrifstofu Spalar. Það var vináttuheimsókn sem ekki tengdist viðskiptum á neinn hátt. Svínsunginn á annars lögheimili í Hvítanesi en fékk að kynnast bæjarlífinu á Akranesi á fyrstu dögum æviskeiðsins. Hann rataði í fang Önnu Kristjánsdóttur, starfsmann Spalar, og undi hag sínum þar afar vel. Það var algjör grís.
Umferðin í september var meiri en í sama mánuði nokkru sinni áður frá því göngin voru opnuð. Fyrra metið átti september 2007 með hátt í 175 þúsund ökutæki en í september í ár fóru nær 10 þúsund fleiri ökutæki undir Hvalfjörð en þá.
Alls fóru um 237.500 ökutæki um göngin í ágústmánuði, 1,2% fleiri en í fyrra. Umferðin á hringveginum jókst á sama tímabili mun meira eða um rúmlega 5% frá í fyrra.
Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta, fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 30. júní 2015, nam kr. 168,6 milljónum króna var var 178,6 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Spalar sem birt var í Kauphöll Íslands í dag.
Umferðin í Hvalfjarðargöngum í júlí var meiri en dæmi eru um í einum mánuði frá því þau voru opnuð sumarið 1998.
Alls fóru hátt í 270.000 ökutæki undir Hvalfjörð núna í júlí, 12,3% fleiri en í sama mánuði í fyrra.
Gámur á flutningabíl lenti harkalega á hæðarslá yfir suðurmunna Hvalfjarðarganga að kvöldi síðastliðins fimmtudags 16. júlí. Dramatísk mynd úr eftirlitskerfi ganganna sýnir að þar lá við stórslysi en sem betur ber héldu tvær af þremur stálkeðjum 600 kg þungum stálbitanum uppi eftir áreksturinn. Farmur bílsins var vel yfir löglegri hæð, sem er 4,2 metrar.
Fleiri fóru um göngin í júní í ár en áður í sama mánuði frá upphafi eða hátt í 226 þúsund ökutæki.
Umferðin jókst um 4,5% í júní frá sama mánuði í fyrra, sem er nokkurn veginn sama hlutfallsaukning og á hringveginum í júní.
Hvalfjarðargöngum var lokað í 13 mínútur um áttaleytið í gærkvöld vegna þess að umferð gekk afar hægt sunnan Hvalfjarðar, þ.e.a.s. á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Starfsmenn Spalar vildu þannig koma í veg fyrir að bílar væru stopp í göngunum sjálfum á meðan þessi hægagangur varði.
Vegslár á ytri akreinum áskrifenda við gjaldskýli Hvalfjarðarganga voru teknar í gagnið á dögunum og staðfestu strax tilverurétt sinn. Slánum er fyrst og fremst ætlað að draga úr ökuhraða um gjaldhliðið, sem brýn þörf er á. Það gekk eftir.
Þá urðu slárnar til þess að stöðva för ökumanna sem höfðu ekki greitt veggjald. Þar voru á ferð réttir menn á rangri akrein, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn.
Lánið var í liði með ökumanni sem fór yfir á rangan vegarhelming og lenti þar á vegg í botni ganganna upp úr kl. 16 í gær. Ökutækið skemmdist mikið og var dregið af vettvangi.
Umferðartölur maímánaðar sýna umtalsverðan samdrátt frá sama mánuði í fyrra en eru í raun ekki marktækar til samanburðar vegna malbikunar og verkfalls. Þær segja samt ákveðna sögu!
Hvalfjarðargöng VERÐA OPIN eins og venjulega næstu tvo sólarhringa - Starfsgreinasambandið ákvað í dag að fresta boðuðu verkfalli sínu.
Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu tvær nætur og á morgun að hluta vegna vinnustöðvunar Starfsgreinasambandsins.
Ekkert veggjald verður innheimt á meðan vinnustöðvun varir.
GSG vegmerking ehf. notaði í fyrsta sinn nýjan málningarbíl til vegmerkingar í Hvalfjarðargöngum í nótt. Þetta er Volvo og stóð sannarlega fyrir sínu eins og sænskir gæðafákar jafnan gera.
Hvalfjarðargöng verða OPIN næstu nótt, þ.e. aðfaranótt 20. maí.
Auglýst var og kynnt að lokað yrði þá vegna framkvæmda í tvær nætur í framhaldi af malbikun um liðna helgi og viðhalds. Verkum miðaði hins vegar mun hraðar en ráð var fyrir gert.
Upp úr klukkan fjögur í morgun var opnað á ný fyrir umferð og vorverkum í Hvalfjarðargöngum er þar með lokið í þetta sinn.
Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu tvær nætur, eins og áður hefur verið tilkynnt, þ.e frá kl. 22 í kvöld til kl. 6 í fyrramálið, að morgni þriðjudags 19. maí, og á sama tíma aðfaranótt miðvikudags 20. maí. Næturnar verða nýttar til að ljúka verkum sem tengjast malbikun um nýliðna helgi.
Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar frá kl. 20 í kvöld, föstudag 15. maí, til kl. 6 að morgni mánudags.
Þau verða líka lokuð aðfaranætur þriðjudags 19. maí og miðvikudags 20. maí, kl. 22-6, til að ljúka því sem tengist malbikuninni og fleiri verkum.
Hvalfjarðargöng verða lokuð um næstu helgi vegna malbikunar, frá kl. 20 að kvöldi föstudags 15. maí til kl. 6 að morgni mánudags 18. maí.
Akreinin til suðurs var malbikuð í október og til stóð að taka seinni áfanga verksins núna í apríl en það frestaðist vegna óhagstæðra veðurskilyrða helgi eftir helgi. Nú er sum sé stundin að renna upp ...
Hvalfjarðargöng verða lokuð í tvær nætur núna í vikunni vegna árlegs viðhalds og „vorhreingerningar“, það er að segja aðfaranætur miðvikudags 6. maí og fimmtudags 7. maí frá kl. 20 til 6 að morgni. Að gefnu tilefni skal tekið fram og undirstrikað að göngin verða opin um næstu helgi (8.-11. maí)! Áform voru uppi á dögunum um að malbika þá en frá því var horfið.
Starfsmenn í gjaldskýli Hvalfjarðarganga leggja niður störf frá kl. 12 á hádegi til miðnættis á fimmtudaginn kemur, 30. apríl, þegar kemur til boðaðrar vinnustöðvunar Starfsgreinasambandsins. Göngin verða opin fyrir umferð en engin veggjöld innheimt á meðan.
Hátt í 138 þúsund ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng í marsmánuði, 4,5% fleiri í sama mánuði í fyrra. Vegagerðin mældi álíka aukningu umferðar á hringveginum eða um 4,7% frá mars í fyrra.
Hvalfjarðargöng verða opin um næstu helgi eins og venjulega!
Fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.
Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar frá föstudagskvöldi 10. apríl til mánudagsmorguns 13. apríl.
Önnur akreinin var malbikuð enda á milli í göngunum í október 2014 og þá voru göngin lokuð eina helgi.
Komið er nú að hinni akreininni, síðari hluta framkvæmdanna.
Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.
Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28,
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901.
Opið mánudaga til fimmtudaga 8-16
og föstudaga 8-15
Kennitala: 511295-2119
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |