Viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga hefur verið endurskoðuð og samþykkt af þeim sem hlut eiga að máli, sú þriðja sinnar tegundar frá upphafi. Hún tekur til verkaskiptingar og samskipta þeirra sem að málum koma við óhöpp eða slys í göngunum.
Sérstök viðbragðsáætlun var í gildi þegar göngin voru opnuð sumarið 1998. Hún var endurskoðuð frá grunni 2004 og hefur verið í gildi í þeim búningi þar til nú að nýja viðbragðsáætlunin leysti hana formlega af hólmi á miðvikudaginn var, 18. desember.