Minni sumarumferð

Um 8.000 færri ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng sumarmánuðina júní, júlí og ágúst í ár en á sama tímabili í fyrra. Umferðin var eilítið meiri í ágúst en minni í júní og júlí, eins og sést í meðfylgjandi töflu. 

Þegar á heildina er litið hefur umferð dregist saman um 4,5% það sem af er árinu 2011, þ.e. frá janúar til september. Ætla má að efnahagssamdrátturinn í samfélaginu og hátt eldsneytisverð komi þarna við sögu. Umferð á þjóðvegum landsins hefur minnkað og það hlýtur að birtast líka undir Hvalfirði. 

Vegagerðin gerir ráð fyrir að umferð dragist saman um 4,8% að jafnaði á landinu og miðar þá við 16 valda talningarstaði sem hún hefur á hringveginum. Það sem af er ári 2011 hefur umferðin dregist mest saman á Suðurlandi en minnst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og næstminnst í grennd við höfuðborgarsvæðið. 

Þetta yfirlit miðast við rekstrarár Spalar, þ.e. frá byrjun október til loka september ár hvert.

Umferð Okt  Nóv Des Jan  Febr Mars
2007/2008 160.072 146.624 130.650 124.188 125.777 155.842
2008/2009 143.569 137.682 128.042 125.822 122.739 134.034
2009/2010 143.643 136.842 126.961 122.161 115.741 144.081
2010/2011 154.951 129.609 129.177 115.356 112.866 122.469
Breyting* +7,87% -5,29% +1,75% -5,57% -2,48% -15%

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2009/2010

Umferð Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept

Alls

2007/2008 154.619 178.186 204.407 238.715 223.700 164.209

2.006.090

2008/2009 160.586 176.350 213.155 248.994 218.850 161.693

1.971.516

2009/2010 148.703 176.790 207.621 245.062 214.962 163.425

1.945.992

2010/2011 145.527 163.167 209.181 241.431 215.669 162.436 1.901.839
Breyting* -2,14% -7,71% +0,75% -1,48% +0,33% -0,61%  -2,27%

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2009/2010

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009