Samdráttur í júní

Um 5.000 færri bílar fóru um göngin í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 2,6% og er heldur meiri en að jafnaði á talningarstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum.

Alls fóru 6.740 ökutæki að jafnaði undir Hvalfjörð á sólarhring í júní en umferðin í maí var hins vegar um 5.100 ökutæki á sólarhring. Skil vors og sumars leyna sér því ekki í umferðartölunum þessara tveggja mánaða. 

Vegagerðin mældi minni samdrátt umferðar á hringveginum en kemur fram í tölum Hvalfjarðarganga eða -0,4% á 16 talningarstöðum en vel að merkja, þar birtast miklar sveiflur eftir landshlutum. Umferð jókst þannig á Suðurlandi um 4,5% frá því í maí en dróst hins vegar saman um 5,4% á Norðurlandi. 

Þegar árið 2011 er hálfnað hefur umferð á 16 mælingarstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum dregist að jafnaði saman um 7% miðað við árið 2010, mest á Suðurlandi en minnst á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðaryfirlit í Hvalfjarðargöngum

Þetta yfirlit miðast við rekstrarár Spalar, þ.e. frá byrjun október til loka september ár hvert.

Umferð Okt  Nóv Des Jan  Febr Mars
2007/2008 160.072 146.624 130.650 124.188 125.777 155.842
2008/2009 143.569 137.682 128.042 125.822 122.739 134.034
2009/2010 143.643 136.842 126.961 122.161 115.741 144.081
2010/2011 155.347 129.607 128.520 115.023 112.488 122.167
Breyting* +8,14% -5,29% +1,23% -5,84% -2,81% -15,21%

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2009/2010

Umferð Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Alls
2007/2008 154.619 178.186 204.407 238.715 223.700 164.209 2.006.090
2008/2009 160.586 176.350 213.155 248.994 218.850 161.693 1.971.516
2009/2010 148.703 176.790 207.245 250.747 221.447    
2010/2011 142.293 157.897 202.215      
Breyting* -4,31% -10,69% -2,6%      

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2009/2010

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009