Um 8.000 færri ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng sumarmánuðina júní, júlí og ágúst í ár en á sama tímabili í fyrra. Umferðin var eilítið meiri í ágúst en minni í júní og júlí, eins og sést í meðfylgjandi töflu. 

Um 5.000 færri bílar fóru um göngin í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nemur 2,6% og er heldur meiri en að jafnaði á talningarstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum.

Hvalfjarðargöng verða lokuð í þrjár nætur núna í páskavikunni vegna árlegs viðhalds og vorhreingerningar.  Þetta á við  aðfaranætur miðvikudags 27. apríl, fimmtudags 28. apríl og föstudags 29. apríl. Umferð verður ekki leyfð frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Hvalfjarðargöng verða lokuð í tvær nætur í dymbilvikunni vegna viðhalds: aðfaranótt mánudags 18. apríl og aðfaranótt þriðjudags 19. apríl frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Göngin hafa verið lokuð á nóttunni í vikum 14 og 15 en betur má ef duga skal. Þess vegna bætist nú við lokun í tvær nætur í viku 16. Vegfarendur sýna því lofsverðan skilning að grípa verði til slíkra ráðstafana svo takist að gera það sem gera þarf undir Hvalfirði.

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 2,8% minni í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Það segir hins vegar ekki nema hálfa sögu því mánuðurinn var óvenjulega kaflaskiptur. Fyrri hluta febrúar var umferðin 15% minni en á sama tíma í fyrra en í seinni hlutanum var hún umtalsvert meiri en í sama tíma í fyrra!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009