Sögumoli um veggjald að gefnu tilefni

Alþingi Íslendinga samþykkti með 43 samhljóða atkvæðum 24. febrúar 1995 skuldbindingu um að að samgönguráðherra fyrir hönd ríkisins um „hefja ekki innheimtu vegtolla á vegum í nágrenni ganganna sem hafa myndu neikvæð áhrif á umferð um þau.“ Ástæðulaust er að halda ekki þessari staðreynd til haga í umræðu sem á sér stað nú um stundir um veggjöld í samgöngukerfinu.

Sá samningur sem síðast var gerður um vegtengingu við utanverðan Hvalfjörð var undirritaður 22. apríl 1995. Það gerðu Halldór Blöndal samgönguráðherra og Friðrik Sophusson  fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins annars vegar og stjórn Spalar ehf. hins vegar.
Áður hafði Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu samgönguráðherra um staðfestingu þessa samnings. Í sjálfu sér er vert að halda til haga sjálfu verklaginu þarna því  þegar ríkið samdi upphaflega við Spöl í janúar 1991 skrifuðu ráðherrar fyrst undir samninginn og lögðu hann svo fyrir Alþingi til samþykktar. Þegar nýir samningar voru gerðir 1993 og 1995 voru þeir fyrst lagðir fyrir Alþingi og ráðherrar skrifuðu síðan undir þegar afstaða Alþingis lá fyrir.

Óhætt er að segja að afstaða löggjafarsamkomunnar hafi verið afskaplega skýr árið 1995. Málið var lagt fyrir Alþingi 20. febrúar 1995 og tekið til fyrri umræðu daginn eftir. Umræða stóð yfir í 44 mínútur og málið fór í nefnd. Það var tekið til síðari umræðu 24. febrúar, umræður stóðu yfir í heilar tvær mínútur og síðan var tillagan samþykkt með 43 samhljóða atkvæðum. Tveir þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna (Guðni Ágústsson og Jóhann Einvarðsson), 18 voru fjarverandi.

Tilefni þessarar upprifjunar er 5. liður 4. greinar samnings ríkisins  og Spalar, sem Alþingi renndi þarna í gegn mótatkvæðalaust á fjórum dögum.:

4. gr.

Samgönguráðherra skuldbindur sig til að greiða fyrir vegtengingunni og rekstri vegganganna jafnframt því að:

  1. ábyrgjast eignarnám nauðsynlegs lands vegna byggingar ganganna, ef slík aðgerð reynist óhjákvæmileg;
  2. ljúka við gerð vegar að gangamunnum í samræmi við vegstaðal þann er nefndur er í 5. gr. hér að neðan, eigi síðar en þegar göngin eru tilbúin til notkunar;
  3.  halda við vegum í nágrenni ganganna í samræmi við vegstaðla Vg sem vikið er að í 5. gr hér að neðan;
  4. hætta og endurvekja ekki opinberan fjárstuðning við rekstur ökutækja- og farþegaferju milli Reykjavíkur og Akraness eða annarra staða þar á milli;
  5. hefja ekki innheimtu vegtolla á vegum í nágrenni ganganna sem hafa myndu neikvæð áhrif á umferð um þau;
  6. hvorki stytta núverandi veg um Hvalfjörð um meira en tvo kílómetra né endurbæta veginn umfram núverandi vegstaðal hans (B3). Endurbyggingu brúa og minniháttar vegstyttinga vegna þeirra teljast hluti ofangreindra tveggja kílómetra;
  7. hvorki hindra né trufla rekstur ganganna á gildistíma samnings þessa;
  8. aðstoða við öflun allra nauðsynlegra staðfestinga varðandi skipulag, hönnun og byggingu.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er ekki fjallað sérstaklega um hvern lið 4. greinar heldur sagt orðrétt um greinina í heild sinni:

„Í þessari grein er kveðið skýrar á um ýmis atriði er varða skyldur samgönguráðherra en í gildandi samningi. Markmið flestra þessara ákvæða er að tryggja að athafnir eða athafnaleysi samgönguráðherra leiði ekki til lakari samkeppnisstöðu ganganna en fyrirhugað er miða við núverandi aðstæður.“

Þetta var sem sagt sögumoli dagsins um veggjald og það af gefnu tilefni í fróðlegri þjóðmálaumræðu.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009