Öryggis- og tæknibúnaður fyrir 220 milljónir króna 2007-2011

Spölur áætlar að verja alls 220 milljónum króna til að framkvæmda í þágu umferðaröryggis í Hvalfjarðargöngum á árabilinu 2007-2011. Stærsti einstaki framkvæmdaliðurinn er nýja sívöktunarkerfið sem tekið var í notkun núna í lok nóvembermánaðar.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, upplýsti á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag. 9. desember, að stjórn Spalar hefði sett upp framkvæmdaáætlun fyrir aukinn öryggis- og tæknibúnað í kjölfar þess að sett var reglugerð hérlendis árið 2007 til staðfestingar tilskipun frá ESB um öryggi í veggöngum frá árinu 2004. Þá þegar var hafist handa við að fjölga lömpum í lofti ganganna til að auka við lýsinguna. Birtan þar er nú þrefalt meiri en í upphafi og á árinu 2011 verður lömpum enn fjölgað á tveimur köflum, 270-450 metrum innan við gangamunna beggja vegna, í samræmi við nýjar kröfur öryggisstaðals sem miðað er við.

Í sumum tilvikum gengur Spölur reyndar lengra en öryggiskröfur kveða á um, eins og nánar verður útlistað hér á heimasíðunni fljótlega.

adalfu_091210_2Gylfi Þórðarson brá upp lista yfir framkvæmdirnar í heild á aðalfundinum og þær hljóða sem sagt upp á 220 milljónir króna (framkvæmdir ársins 2012 eru þar ekki meðtaldar). Þar af kostaði um 50 milljónir að fjölga lömpum og auka lýsinguna og nýja myndvöktunarkerfið kostaði uppsett um 60 milljónir króna. Þetta voru dýrustu þættir framkvæmdaáætlunarinnar.

Á næsta ári, 2011, er á dagskrá Spalar að ljúka nokkrum verkþáttum í tveimur áföngum fyrir um 110 milljónir króna.  Dýrustu póstarnir þar verða brunaþolnir rafstrengir að blásurum í loftinu og brunaþolnir strengir fyrir fjarskiptakerfi ganganna, sem kosta alls á fimmta tug milljóna króna. Þá verður fjölgað slökkvitækjum, neyðarskápum, neyðarsímum og flóttaljósum. Þá verða sett upp neyðarljós með tilheyrandi lögnum og ljósaskilti sem vísa á neyðarstöðvar og útskot.

Gert er ráð fyrir að göngunum verði lokað fyrir umferð í átta nætur í apríl og átta nætur í október 2011 til að auka við öryggisbúnaðinn samkvæmt framansögðu.

 

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009