Göngin halda sínum hlut á tímum mikils samdráttar í umferð

Ráðamenn Spalar gera ráð fyrir því að umferð í Hvalfjarðargöngum 2011 verði svipuð og á árinu sem senn er á enda en benda samt á að aukin skattheimta ríkisins af eldsneyti og fleiru kunni að hafa neikvæð áhrif á ferðavenjur landsmanna. Athygli vekur að umferð á nokkrum umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu og Hringveginum hefur dregist mun meira saman en reyndin er í göngunum.

Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, vakti athygli á því í skýrslu stjórnar á aðalfundi á Akranesi í dagr að á sama tíma og Vegagerðin kynnir tölur um mikinn samdrátt í umferð á völdum köflum á Hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu halda göngin sínum hlut. Og það gerist þrátt fyrir að göngin séu eini hluti þjóðvegakerfisins sem ökumenn þurfa að borga fyrir að aka um.

„Haldist sú staða undirstrikar sú staðreynd mikilvægi Hvalfjarðarganga og gefur fyrirheit um að þegar hagur þjóðarinnar batnar þá muni umferð um Vesturlandsveg aukast fyrr en annars staðar,“

sagði Gísli og vék síðan að því að nú kunni senn að bætast við fleiri samgönguleiðir með vegtollum á Íslandi. Hann vísaði þar til viðræðna lífeyrissjóða og ríkisins um fjármögnun tiltekinna vegaframkvæmda gegn því að veggjöld yrðu þar innheimt:

„Reynsla Spelar ehf. er sú að þessi aðferðafræði getur gengið upp ef vel er staðið að undirbúningi og árangurinn er víðtækur hvort heldur litið er til búsetuskilyrða eða umferðaröryggis. Því er ítrekað hér að mikilvægt er að hagsmunaaðilar á Vesturlandi haldi vöku sinni varðandi framtíðarvegamannvirki á Vesturlandi og þá sérstaklega framkvæmdir á Kjalarnesi og við ný Hvalfjarðargöng. Vegaframkvæmdir eru almennt arðsamar framkvæmdir og nú um stundir er rétti tíminn til að örva fjárfestingu á þeim vettvangi.“

Meðalumferð í Hvalfjarðargöngum var um 5.400 ökutæki á sólarhring á nýliðnu rekstrarári Spalar, sem er 0,7% samdráttur frá fyrra ári. Greinilegur munur var í október og nóvember u á umferðartölum í göngunum annars vegar og á talningarstöðum Vegagerðarinnar. Í október 2010 var þannig 3,3% aukning umferðar á 16 stöðum á Hringveginum, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar en samdráttur um 6,6% á sömu stöðum í nóvember. í Hvalfjarðargöngum var hins vegar 8% aukning í október en 5,7% samdráttur í nóvember, sbr. töfluna sem birt er neðst í þessu skjali.

Veggjald hækkar ekki að óbreyttu 2011

Tekjur Spalar af hverju ökutæki voru að jafnaði 503 krónur í september 2010 og höfðu aukist um 7,7% frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður af rekstri félagsins nam 236 milljónum króna en á rekstrarárinu þar á undan var tap upp á 129 milljónir króna. Viðsnúningur í rekstri skýrist af gjaldskrárhækkun 1. febrúar 2010, breyttun afskriftarreglum og lækkun verðbóta. Rekstrarútgjöld hækkuðu óverulega frá fyrra ári. Gísli stjórnarformaður sagði í tilefni af veggjaldshækkuninni í skýrslu stjórnar:

„Hækkunin reyndist nauðsynleg í ljósi þróunar verðlags en hafði engin áhrif á fjölda bifreiða sem aka um göngin. Nú virðist framundan tímabil lágrar verðbólgu og því ólíklegt að breyta þurfi gjaldskránni á næsta rekstrarári að því gefnu að ekki verði veruleg breyting á umferðinni sjálfri.“

Fyrirvarinn sem Spalarmenn hafa er með öðrum orðum sá að umferðin dragist ekki það mikið saman að tekjufall kalli á gjaldskrárhækkun. Verði umferðin svipuð áfram verður ekki þörf á gjaldskrárhækkun.

Félag í sigursæti VR-könnunar

adalfu_091210_4Starfsmenn Spalar eru alls 16 í 14,3 stöðugildum, sem er óbreytt staða frá fyrra ári. Stjórnarformaðurinn lauk máli sínu með því að þakka starfsfólki félagsins fyrir samstarfið og sagði svo:

„Eitt af markmiðum Spalar er að skapa starfsfólki sínu góðan vinnustað og það hefur tekist. Spölur var í maímánuði í ár útnefnt fyrirtæki ársins 2010 hjá VR í flokki fyrirtækja með 49 eða færri starfsmenn. Félagið fékk 4,90 í heildareinkunn af 5,00 mögulegum í umfangsmestu vinnumarkaðskönnun sem um getur hérlendis og nær bæði til einkafyrirtækja og opinberra fyrirtækja. Árið 2009 var Spölur meðal fyrirmyndarfyrirtækja í sambærilegri könnun og var þá í 16. sæti í sínum flokki en fór alla leið á toppinn í ár. Við erum að sjálfsögðu bæði stolt og þakklát fyrir viðurkenninguna.“ 

 

Þetta yfirlit miðast við rekstrarár Spalar, þ.e. frá byrjun október til loka september ár hvert.

Umferð

Okt

Nóv

Des

Jan

Febr

Mars

2007/2008

160.072

146.624

130.650

124.188

125.777

155.842

2008/2009

143.569

137.682

128.042

125.822

122.739

134.034

2009/2010 143.643 136.842 126.961 122.161 115.741 144.081

2010/2911

154.811

129.018

 

 

 

 

Breyting +8% -5,7%        

 

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2009/2010

 

Umferð

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept

Alls

2007/2008

154.619

178.186

204.407

238.715 223.700 164.209 2.006.090

2008/2009

160.586

176.350

213.155

248.994 218.850 161.693 1.971.516
2009/2010 148.678 176.254 207.245 250.747 221.447    

 

 

 

 

     
Breyting*            

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009