Fyrsta konan kjörin í stjórn Spalar

laufey_johannsdottirLaufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, var kjörin í stjórn Spalar ehf., á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag. Hún er fyrsta konan í stjórn félagsins frá upphafi.

Aðrir stjórnarmenn einkahlutafélagsins Spalar voru endurkjörnir: Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem jafnframt er stjórnarformaður, Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri og Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu.

Eignarhaldsfélagið Spölur

Það fylgir sögu að tvö félög er til um Hvalfjarðargöng og heita bæði Spölur. Upprunalega félagið, stofnað 1991, varð að eignarhaldsfélagi í desember 1995 og hefur það hlutverk að eiga eina hlutabréfið í einkahlutafélaginu Speli sem þá var stofnað. Þetta var gert á sínum tíma til að auðvelda veðsetningu hlutafjár í Speli (eitt hlutafjárskírteini í stað margra).

Eignarhaldsfélagið Spölur hélt líka aðalfund á Skaganum 9. desember. Þar kom Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, nýr í stjórnina. Endurkjörnir voru Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri, sem jafnframt er stjórnarformaður, Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, og Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu.

Hluthafarnir

Hluthafar Eignarhaldsfélagsins Spalar eru alls 45. Þeirra stærstir eru

  • Faxaflóahafnir (23,5%)
  • Ríkissjóður Íslands (17,6%)
  • Elkem Ísland (14,7%)
  • Vegagerðin (11,6%)
  • Hvalfjarðarsveit (11,6)

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009