Rekstur Spalar skilaði 236 milljóna króna hagnaði

Spölur ehf. hagnaðist um 236 milljónir króna fyrir skatta á rekstrarárinu 1. október 2009 til 30. september 2010 en á rekstrarárinu þar á undan var tap á rekstrinum upp á 129 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins sem sent var til Kauphallar Íslands í dag.

Veggjöldin skiluðu Speli 975 milljónum króna á rekstrarárinu en 920 milljónum króna á fyrra rekstrarári.

Tæplega tvær milljónir ökutækja fóru um Hvalfjarðargöng á síðasta rekstrarári eða að jafnaði 5.363 ökutæki á sólarhring. Umferðin minnkaði um 0,7% frá fyrra rekstrarári en tekjur af veggjöldum jukust um 6% á sama tíma. Það skýrist af gjaldskrárbreytingu 1. febrúar 2010. Þetta var vel að merkja önnur gjaldskrárhækkun Spalar frá því göngin voru opnuð sumarið 1998 en á þeim tíma hafði gjaldskráin hins vegar verið lækkuð fimm sinnum.

Greiðslugeta Spalar hefur verið sterk undanfarin 4 ár. Á síðasta rekstrarári greiddi félagið alls 600 milljónir króna í afborganir og vexti og lagði auk þess til hliðar fjármuni við lok rekstrarársins, eins og kveðið er á um í lánasamningum.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að tölur um umferð og tekjur á rekstrarárinu séu samkvæmt áætlun. Útlit sé fyrir að ekki þurfi að hækka veggjald í göngunum á rekstrarárinu sem hófst 1. október 2010. Hann vísar til þess að áhrifa gjaldskrárhækkunarinnar í ár gæti að sjálfsögðu áfram á nýju rekstrarári og verðlag í landinu sé orðið nokkuð stöðugt.

  • Rekstrarkostnaður Spalar ehf. án afskrifta nam 281 milljón króna á rekstrarárinu og jókst um 19 milljónir króna frá fyrra rekstrarári. Það skýrist af hækkun launa, launatengdra gjalda og aðkeyptrar þjónustu.
  • Afskriftir Spalar námu 114 milljónum króna og lækkuðu um 50% frá fyrra ári.
  • Fjármunatekjur og fjármunagjöld voru 275 milljónir krónu og lækkuðu um 54% frá fyrra ári, sem rekja má að mestu leyti til gengis- og verðbreytinga.
  • Langtímaskuldir Spalar ehf. námu 3.701 milljónum króna í lok rekstrarársins og höfðu lækkað um 290 milljónir króna frá fyrra ári.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009