Rekstur Spalar skilaði 236 milljóna króna hagnaði

Spölur ehf. hagnaðist um 236 milljónir króna fyrir skatta á rekstrarárinu 1. október 2009 til 30. september 2010 en á rekstrarárinu þar á undan var tap á rekstrinum upp á 129 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins sem sent var til Kauphallar Íslands í dag.

Veggjöldin skiluðu Speli 975 milljónum króna á rekstrarárinu en 920 milljónum króna á fyrra rekstrarári.

Tæplega tvær milljónir ökutækja fóru um Hvalfjarðargöng á síðasta rekstrarári eða að jafnaði 5.363 ökutæki á sólarhring. Umferðin minnkaði um 0,7% frá fyrra rekstrarári en tekjur af veggjöldum jukust um 6% á sama tíma. Það skýrist af gjaldskrárbreytingu 1. febrúar 2010. Þetta var vel að merkja önnur gjaldskrárhækkun Spalar frá því göngin voru opnuð sumarið 1998 en á þeim tíma hafði gjaldskráin hins vegar verið lækkuð fimm sinnum.

Greiðslugeta Spalar hefur verið sterk undanfarin 4 ár. Á síðasta rekstrarári greiddi félagið alls 600 milljónir króna í afborganir og vexti og lagði auk þess til hliðar fjármuni við lok rekstrarársins, eins og kveðið er á um í lánasamningum.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að tölur um umferð og tekjur á rekstrarárinu séu samkvæmt áætlun. Útlit sé fyrir að ekki þurfi að hækka veggjald í göngunum á rekstrarárinu sem hófst 1. október 2010. Hann vísar til þess að áhrifa gjaldskrárhækkunarinnar í ár gæti að sjálfsögðu áfram á nýju rekstrarári og verðlag í landinu sé orðið nokkuð stöðugt.

  • Rekstrarkostnaður Spalar ehf. án afskrifta nam 281 milljón króna á rekstrarárinu og jókst um 19 milljónir króna frá fyrra rekstrarári. Það skýrist af hækkun launa, launatengdra gjalda og aðkeyptrar þjónustu.
  • Afskriftir Spalar námu 114 milljónum króna og lækkuðu um 50% frá fyrra ári.
  • Fjármunatekjur og fjármunagjöld voru 275 milljónir krónu og lækkuðu um 54% frá fyrra ári, sem rekja má að mestu leyti til gengis- og verðbreytinga.
  • Langtímaskuldir Spalar ehf. námu 3.701 milljónum króna í lok rekstrarársins og höfðu lækkað um 290 milljónir króna frá fyrra ári.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009