Umferð í október jókst um nær 8%

Ellefu þúsund fleiri bílar fóru um Hvalfjarðargöng í októbermánuði en í sama mánuði í fyrra, sem er hátt í 8% aukning umferðar. Umferðin á 16 völdum mælingarstöðum Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst á sama tíma um 3,3% miðað við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt því jókst umferð í göngunum verulega meira en á Hringveginum.

Engin nærtæk skýring er á því að umferð jókst svo mjöggöngunum í október, nema þá sú að vel viðraði á landsmenn og þeir voru  meira á ferðinni en í október í fyrra.

Í mars 2010 mældist umferðaraukning í Hvalfjarðargöngum upp á ríflega 7% en þá fylgdi sögu að hluti páskaumferðarinnar féll til í þeim mánuði en í aprílmánuði árið þar á undan. Það skýrði mikla sveiflu upp í mars en mikla sveiflu niður í apríl.

Í nóvember 2007 mældist mikil sveifla í umferðinni í göngunum, aukning um 17%. Það var heldur ekki marktæk sveifla, því í nóvember 2006 var afskaplega rysjótt og leiðinlegt tíðarfar suðvestanlands í nóvember og fólk var því minna á ferð um þjóðvegina en ella. Umferðin í nóvember 2006 var með öðrum orðum óeðlilega lítil, sem skekkti samanburðinn við nóvember 2007 þegar umferðin var ,,eðlileg".

Í október 2010 jókst sem sagt umferð í göngunum án þess að hægt sé að skýra það á sama hátt og gerðist með sveiflumánuðina mars 2010 og nóvember 2007.

Vegagerðin mældi aukningu alls staðar hjá sér í október 2010 nema á Hellisheiði (3,6% samdráttur) og á Suðurlandi (1,8% samdráttur). Hún segir skýringuna ef til vill vera gott veður. Hvað um það, breytingin er greinileg, því fyrstu tíu mánuði ársins hafði umferðin dregist mikið saman á mælingarstöðum á Hringveginum og reyndar meira en nokkru sinni fyrr frá upphafi mælinga árið 2005. 

Þetta yfirlit miðast við rekstrarár Spalar, þ.e. frá byrjun október til loka september ár hvert.

Umferð

Okt

Nóv

Des

Jan

Febr

Mars

2007/2008

160.072

146.624

130.650

124.188

125.777

155.842

2008/2009

143.569

137.682

128.042

125.822

122.739

134.034

2009/2010 143.643 136.842 126.961 122.161 115.741 144.081

2010/2911

154.811

 

 

 

 

 

Breyting +7,77%          

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2009/2010

Umferð

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept

Alls

2007/2008

154.619

178.186

204.407

238.715 223.700 164.209 2.006.090

2008/2009

160.586

176.350

213.155

248.994 218.850 161.693 1.971.516
2009/2010 148.678 176.254 207.245 250.747 221.447    
 

 

 

 

     
Breyting*            

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009