Tólf á 90 km hraða og þar yfir

Staðfest er með ítrekuðum hraðamælingum lögreglu að þorri ökumanna virðir reglur um hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum. Lítið er um hraðakstur og ofsaakstur heyrir til hreinna undantekninga. Gott er nú það.

Lögregla mældi hraða ökutækja á norðurleið um göngin frá fimmtudegi 27. maí til fimmtudags 3. júní 2010. Á þessum tíma fóru 10.348 ökutæki fram hjá myndavélinni og af þeim fóru 155 yfir strikið eða 1,5%.

Meðalhraði hinna brotlegu var 83,5 km á klst. og einungis tólf óku á 90 km hraða eða meira. Sá sem hraðast ók mældist á 101 km hraða og má búast við að borga 50.000 krónur í ríkissjóð og fá skráða tvo punkta í ökuferilskladdann sinn.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009