Útlit fyrir vel viðunandi afkomu Spalar á rekstrarárinu

Umferð í Hvalfjarðargöngum og tekjur Spalar af henni eru í samræmi við áætlanir það sem af er rekstrarári félagsins. Umferðin á síðari hluta rekstrarársins er jafnan mun meiri en á þeim fyrri og því er útlit fyrir að afkoma Spalar verði vel viðunandi á rekstrarárinu öllu. Þetta kemur fram í uppgjöri Spalar 1. október 2009 til 31. mars 2010 fyrir Kauphöll Íslands.

Rekstrarár Spalar er frá október til september og yfirstandandi rekstrarár var því hálfnað í lok mars 2010.  Spölur hækkaði gjaldskrá ganganna um 12,5% 1. febrúar vegna mikillar verðbólgu 2008 og 2009. Áhrifa þeirrar hækkunar gætir í uppgjöfi fyrri hluta rekstrarársins.

  • Tap Spalar ehf. eftir skatta var 40,6 milljónir króna frá 1. október til 1. mars en á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 233 milljónir króna.
    •  Á öðrum ársfjórðungi, frá 1. janúar til 31. mars 2010, hagnaðist Spölur um 13,5 milljónir króna eftir skatta en tapaði á sama tímabili í fyrra 88 milljónum króna.
  • Tekjur af veggjaldi voru 356 milljónir króna á fyrra helmingi rekstrarársins en voru 344 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, sem er aukning um 3,5%.
  • Rekstrarkostnaðru án afskrifta var 147 milljónir króna á fyrri helmingi rekstrarársins en var 129 milljónir á sama tíma í fyrra. Skýringar er að leita í auknum launakostnaði, aukinni aðkeyptri ráðgjafarþjónustu og afskrifaðum viðskiptakröfum vegna gjaldþrota.
  • Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur lækkuðu um 213 milljónir króna frá því í fyrra.
  • Spölur skuldaði 4.615 milljónir króna í lok mars 2010 en 4.413 milljónir króna í upphafi rekstrarársins, 1. október 2009.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 4,91% á miðju rekstrarárinu en 5,94% við upphaf þess.

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009