Örlítill samdráttur í mars og apríl

Umferð í Hvalfjarðargöngum var um 8% minni í aprílmánuði en á sama tímabili i fyrra. Þetta er mikil sveifla frá því í mars og skýrist af því hvenær páskar voru í ár.

Páskaumferðin var öll skráð í apríl árið 2009 en í ár bar skírdag upp á 1. apríl og stærstur hluti vegfarenda á leið í páskafrí var því á ferð i blálok marsmánaðar. Umferðartölurnar páskanna 2010 lentu því eðlilega á bæði mars og apríl í bókhaldi Spalar. Af þeim ástæðum skyldu menn ekki hrapa að ályktunum um þróun mála í umferðinni í göngunum með því að horfa gagnrýnislaust á þá staðreynd að umferð í apríl jí ár ókst um ríflega 7% í mars en minnkaði hins vegar um 8% í apríl!

Raunsannari mynd fæst með því að leggja saman umferðartölur beggja mánaða, annars vegar 2009 og hins vegar 2010. Sá samanburður leiðir í ljós 0,8% samdrátt og sú tala segir það sem segja þarf um stöðuna á þessum síðvetrarmánuðum 2010.

Spurningin er svo hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. Hvergi sér fyrir enda samdráttarskeiðs í efnahagslífinu í bókhaldi heimilanna og eldsneytisverðið hækkar bara enn og aftur. Raunhæft er því að ætla að umferðartölur á næstunni beri þessa ástands merki. 

Þetta yfirlit miðast við rekstrarár Spalar, þ.e. frá byrjun október til loka september ár hvert.

Umferð

Okt

Nóv

Des

Jan

Febr

Mars

2007/2008

160.072

146.624

130.650

124.188

125.777

155.842

2008/2009

143.569

137.682

128.042

125.822

122.739

134.034

2009/2010 143.643 136.842 126.961 122.161 115.741 143.807

Breyting*

+0,05%

-0,61%

-0,84%

-2,91%

-6,07%

+7,29

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2008/2009

Umferð

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept

Alls

2007/2008

154.619

178.186

204.407

238.715 223.700 164.209 2.006.090

2008/2009

160.586

176.350

213.155

248.994 218.850 161.693 1.971.516
2009/2010 148.470            

Breyting*

-8,1%

 

 

     

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009