Aukin lýsing enda á milli í göngunum

Raflýsing hefur nú verið tvöfölduð í öllum göngunum, sem er bæði til þæginda og öryggis fyrir vegfarendur. Nú lýsa alls 753 lampar og bregða birtu yfir akbrautirnar enda á milli!

Þetta verkefni var umfangsmikið og hefur verið tekið í þremur áföngum á jafnmörgum árum. Það þótti sem sagt ástæða til að auka lýsingu næst gangamunnum beggja vegna til að jafna birtuskil og áfram var haldið þar til settir höfðu verið upp álíka margir ný ljós og fyrir voru, lampafjöldinn var með öðrum orðum tvöfaldaður. Síðasta áfanga verksins lauk núna í vikunni, þegar göngin voru lokuð í fjórar nætur frá miðnætti til kl. sex að morgni.

Þessi næturlokun er annars árlegur viðburður í rekstri ganganna, tími viðhalds og hreingerningar. Þá dytta menn að tækjabúnaði, ryksuga, þvo og hressa upp á málningu umferðarmerkinga á ökuleiðum.

Öskudagarnir,  sem Eyjafjallafjallajökull kallaði óvænt yfir heimsbyggðina, hefðu getað gert strik í reikninginn hjá Spalarmönnum varðandi áformaða hreingerninga- og viðhaldsviku, ef til dæmis Keflavíkur- og Reyjavíkurflugvöllur hefðu lokast í lengri tíma en Akureyrarflugvöllur þjónað millilandaflugi á meðan. Þá hefði ekki gengið að loka Hvalfjarðargöngum um nætur. Þetta slapp. Akureyrarflugvöllur þjónaði samt millilandafluginu um hríð í vikunni, til dæmis fóru þrettán rútur með farþega úr millilandaflugi um göngin á milli kl. 6 og 8 í gærmorgun áleiðis til Reykjavíkur!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009