Sóðaakstur í sumarbyrjun

Atvikið sést vel á meðfylgjandi myndskeiði, sem er úr öryggismyndavél við gjaldskýlið. Grindin er úr 2½ tommu rörum sem steypt voru niður og við hana festar stífur, skrúfaðar niður með alls átta ½ tommu stálboltum. Sex boltar brotnuðu en tveir drógust upp við höggið.

,,Kassinn” ofan á rörinu við hliðina á grindinni er radar, sem notaður var til að lengdarmæla bíla í gjaldhliðina. Á myndinni má sjá þegar radarinn þeyttist fram fyrir bílinn sem er við gjaldskýlið og auðvitað var mildi að brakið lenti ekki á þessum viðskiptavini sem verið er að afgreiða í lúgu.

Starfsmenn Spalar áætla að jeppanum, Mitsubishi Pajero, hafi verið ekið á a.m.k. 70 km hraða og auðvelt er að ímynda sér hvað þarna hefði getað gerst af jeppinn hefði lent aftan á bílnum við gjaldskýlið og/eða á sjálfu gjaldskýlinu.

Starfsmönnum í skýlinu brá verulega og þeim flaug helst í hug að einhverjar náttúruhamfarir skýrðu hávaðann og titringinn sem áreksturinn skapaði. Nærtækari skýring fékkst hins vegar fljótt og reyndar þótti með nokkrum ólíkindum að ökumaðurinn skyldi ekki missa stjórnina á bílnum þegar hann hreinsaði burtu grindina og radarinn á hraðferð inn í sumarið - hraðferð sem allt eins hefði getað verið inn í sjálfa eilifðina fyrir ökumanninn sjálfan og aðra vegfarendur.

  • Hægt að stækka myndina með því að smella á ,,kassann" í neðra horni til hægri og fara til baka með því að ýta á Esc-hnappinn efst til vinstri á lyklaborði tölvunnar!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009