Göngin lokuð allar nætur fram að næstu helgi!!

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna viðhalds og vorhreingerningar. Lokað verður aðfaranótt þriðjudags 27. apríl,  miðvikudags 28. apríl, fimmtudags 29. apríl og föstudags 30. apríl 2010 frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

 

Næturlokun vegna vorhreingerningar er árlegur viðburður í starfsemi ganganna og í loftinu lá - í orðsins fyllstu merkingu - að gosið í Eyjafjallajökli myndi raska hreingerningar- og viðhaldsáætlun að þessu sinni vegna lokunar Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar af völdum öskuskýja í háloftum. Þegar slíkt gerist vex vegur Akureyrarflugvallar þá að sama skapi, að því auðvitað gefnu að askan loki honum ekki líka.

Nú er hins vegar útlit fyrir að flugvellir fyrir sunnan verði opnir næstu daga og því var í morgun gefið grænt ljós á að halda áætlun um vorhreingerningu undir Hvalfirði.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009