Verulega aukin umferð í mars

Umferð í Hvalfjarðargöngum í marsmánuði var 7,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin nemur tæplega 9.800 bílum. og kann að hluta að skýrast af því að hluti páskaumferðarinnar lenti marsmegin við mánaðarmótin.

Öll páskaumferðin í fyrra var í aprílmánuði en nú bar skírdag upp á 1. apríl og því deilist páskaumferðin í ár augljóslega á bæði mars og apríl í umferðarbókhaldi Spalar.

Rekstrarár Spalar er nú hálfnað og staðan í hálfleik 2010 er sú að einungis vantar um 2.800 bíla upp á að jafna umferðartölurnar á miðju rekstrarári í fyrra.

Þegar horft er til góðæris- og glansmyndaskeiðins fyrir kreppu kemur í ljós að 54.000 bíla vantar í umferðartölurnar nú miðað við fyrri hluta rekstrarársins 2007-2008. Umferðin nú er með öðrum orðum hátt í 7% minni fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs en á sama tímabili fyrir tveimur árum, í aðdraganda hruns íslenskrar krónu um vorið og síðan bankanna um haustið.

  • Og svo fróðleiksmoli í lokin að gefnu tilefni. Veggjöld eru talsvert í umræðunni þessa stundina vegna samgönguverkefna sem ríkið ræðir við lífeyrissjóði um að fjármagna. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir vegamálastjóra að á milli 35.000 og 40.000 veglyklar séu nú í bílum landsmanna á vegum Spalar vegna Hvalfjarðarganga. Það skal upplýst að þeir voru nákvæmlega 39.444 talsins í lok mars 2010.

 

Þetta yfirlit miðast við rekstrarár Spalar, þ.e. frá byrjun október til loka september ár hvert.

Umferð

Okt

Nóv

Des

Jan

Febr

Mars

2007/2008

160.072

146.624

130.650

124.188

125.777

155.842

2008/2009

143.569

137.682

128.042

125.822

122.739

134.034

2009/2010 143.643 136.842 126.961 122.161 115.741 143.807

Breyting*

+0,05%

-0,61%

-0,84%

-2,91%

-6,07%

+7,29

*Þ.e. breyting frá sömu mánuðum rekstrarárið 2008/2009

Umferð

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept

Alls

2007/2008

154.619

178.186

204.407

238.715 223.700 164.209 2.006.090

2008/2009

160.586

176.350

213.155

248.994 218.850
161.693 1.971.516
2009/2010

Breyting*

 

 

 
Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009