Ferðum á viðskiptareikningi fjölgar eða fækkar við breytingar á veggjaldi

Nokkrir viðskipnavinir og fjölmiðlamenn hafa leitað eftir nánari skýringum á þeim hluta tilkynningar Spalar um hækkun veggjalds, frá í gær, er varðar fjölda ferða sem áskrifendur eiga inni við breytinguna 1. febrúar 2010. Það er starfsfólki félagsins bæði ljúft og skylt að fara nánar yfir málið til að svara spurningum og skýra málið enn frekar.

Áskrifendur að ferðum stofna í raun reikning hjá Speli og leggja inn á hann upphæð sem svarar til 40 eða 100 ferða á hverjum tíma.

Í grein 2.1 í áskriftarskilmálum Spalar, sem viðskiptavinir undirrita, stendur orðrétt:

„Spölur ehf. veitir áskrifendum heimild til að fara um Hvalfjarðargöng gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá sem Spölur ákveður. Gildandi gjaldskrá hverju sinni má nálgast hjá söluaðilum og á heimasíðu Spalar ehf., www.spolur.is.“

Þegar gjaldskrá breytist birtist sú ákvörðun eigendum innistæðu á áskriftarreikningum þannig að ónotuðum ferðum fjölgar ef veggjald lækkar en ónotuðum ferðum fækkar á hinn bóginn ef veggjald hækkar. Þannig hefur þetta verið hjá upphafi og Spölur hefur upplýst um þessa hlið málsins. Til dæmis má nefna tilkynningu sem félagið gaf út 1. apríl 2005 þegar veggjaldið var lækkað um allt að 38%. Þá var eftirfarandi klausa feitletruð í textanum:

„Lækkun veggjaldsins skilar sér að sjálfsögðu til viðskiptavina sem eiga inni á reikningum sínum hjá Speli. Ónotuðum ferðum þeirra fjölgar sjálfkrafa í dag í samræmi við inneignina.“

Viðskiptavinir Spalar eru vissulega öllu vanari því að fá fregnir af lækkun veggjaldsins en hækkun. Og vel að merkja: félagið hefur aðeins einu sinni hækkað veggjaldið frá því göngin voru opnuð, árið 2001, en lækkað gjaldið oft og stundum mikið á einu bretti.

Inneign áskrifenda rýrnaði þannig við þessa einu veggjaldshækkun til þessa en jókst hins vegar í öll hin skiptin. Þetta gerist sjálfvirkt, tölvukerfi Spalar reiknar stöðugt út hve margar ferðir viðskiptavinur á inni á grundvelli gildandi gjaldskrár og inneignar viðkomandi.

Á sama hátt og Spölur greindi til dæmis skilmerkilega frá því 2005 að ferðum myndi fjölga við gjaldskrárbreytinguna þá greindi félagið skilmerkilega frá því í tilkynningu gærdagsins, 17. janúar, að inneignarferðum myndi fækka við boðaða gjaldskrárbreytingu nú, 1. febrúar 2010:

„Inneign áskrifenda minnkar sjálfkrafa við gjaldskrárbreytinguna, þ.e. ónotuðum ferðum fækkar sem svarar til hækkunar veggjaldsins.“

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009