Alþingi Íslendinga samþykkti með 43 samhljóða atkvæðum 24. febrúar 1995 skuldbindingu um að að samgönguráðherra fyrir hönd ríkisins um „hefja ekki innheimtu vegtolla á vegum í nágrenni ganganna sem hafa myndu neikvæð áhrif á umferð um þau.“ Ástæðulaust er að halda ekki þessari staðreynd til haga í umræðu sem á sér stað nú um stundir um veggjöld í samgöngukerfinu.

Ráðamenn Spalar gera ráð fyrir því að umferð í Hvalfjarðargöngum 2011 verði svipuð og á árinu sem senn er á enda en benda samt á að aukin skattheimta ríkisins af eldsneyti og fleiru kunni að hafa neikvæð áhrif á ferðavenjur landsmanna. Athygli vekur að umferð á nokkrum umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu og Hringveginum hefur dregist mun meira saman en reyndin er í göngunum.

laufey_johannsdottirLaufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, var kjörin í stjórn Spalar ehf., á aðalfundi félagsins á Akranesi í dag. Hún er fyrsta konan í stjórn félagsins frá upphafi.

Spalarmönnum er margt til lista lagteins og þjóðin þekkir mætavel. Fréttastofa Ríkisútvarpsins ætlar þeim talsvert ríflegra atgervi en meira að segja þeir eiga skilið þegar hún í fjórgang í sjónvarpsfréttatímum kvöldsins taldi Spöl hafa séð fyrir gagnrýni sem öryggismál Hvalfjarðarganga sættu í sumar í umtalaðri skýrslu samtaka evrópskra bifreiðaeigenda undir verkefnaheitinu EuroTap!

Spölur hefur tekið í notkun nýtt og sjálfvirkt sívöktunarkerfi myndavéla í Hvalfjarðargöngum, einn fullkomnasta tæknibúnað af þessu tagi sem völ er á. Þar með er komin meginskýring á lokun ganganna í alls sjö nætur núna í nóvember. Fjöldi tæknimanna var þá að störfum við að koma búnaðinum fyrir og prófa hann en fínstillingu lýkur fljótlega. Kerfið kostar uppsett um 60 milljónir króna.

Spölur ehf. hagnaðist um 236 milljónir króna fyrir skatta á rekstrarárinu 1. október 2009 til 30. september 2010 en á rekstrarárinu þar á undan var tap á rekstrinum upp á 129 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félagsins sem sent var til Kauphallar Íslands í dag.

Ellefu þúsund fleiri bílar fóru um Hvalfjarðargöng í októbermánuði en í sama mánuði í fyrra, sem er hátt í 8% aukning umferðar. Umferðin á 16 völdum mælingarstöðum Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst á sama tíma um 3,3% miðað við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt því jókst umferð í göngunum verulega meira en á Hringveginum.

Umferðin í göngunum í júlí og ágúst var svipuð í ár og í sömu mánuðum í fyrra en ívíð meiri samt nú en þá. September er lokamánuður rekstrarárs Spalar og árið verður því gert upp í heild í byrjun október.

Göngin undir Hvalfjörð urðu óvænt eitt helsta umræðuefni fjölmiðla nú í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar, í tilefni af úttekt samtaka bifreiðaeigenda í Evrópu á öryggismálum í veggöngum, þar á meðal í Hvalfjarðargöngum. Ráðamenn Spalar, félagsins sem á og rekur Hvalfjarðargöng, taka niðurstöður úttektarinnar (EuroTap) að sjálfsögðu alvarlega, líkt og þeir hafa gert frá upphafi varðandi allt sem varðar öryggi vegfarenda í göngunum. 

Umferð í Hvalfjarðargöngum dróst saman um 2,8% í júnímánuði, miðað við sama tíma í fyrra. Alls fóru 213.000 bílar um göngin í júní í fyrra en 207.000 í ár.

Staðfest er með ítrekuðum hraðamælingum lögreglu að þorri ökumanna virðir reglur um hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum. Lítið er um hraðakstur og ofsaakstur heyrir til hreinna undantekninga. Gott er nú það.

Umferð í Hvalfjarðargöngum og tekjur Spalar af henni eru í samræmi við áætlanir það sem af er rekstrarári félagsins. Umferðin á síðari hluta rekstrarársins er jafnan mun meiri en á þeim fyrri og því er útlit fyrir að afkoma Spalar verði vel viðunandi á rekstrarárinu öllu. Þetta kemur fram í uppgjöri Spalar 1. október 2009 til 31. mars 2010 fyrir Kauphöll Íslands.

Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn fyrirtæki ársins í könnun á vegum VR. Tilkynnt var um þetta í gær, Íslenska gámafélagið vann í flokki stærri fyrirtækja en Spölur varð sigurvegari í flokki fyrirtækja með 49 eða færri starfsmenn.

Drukkinn ökumaður skapaði hættuástand við gjaldskýli Spalar síðdegis á fimmtudaginn var, sumardaginn fyrsta, þegar hann ók á miklum hraða á öfluga öryggisgrind og radarbúnað, þeyttinu brakinu að skýlinu og æddi áfram norður án þess að slá af. Lögreglunni í Borgarnesi var þegar gert viðvart og hún stöðvaði för þessa glæframanns undir Hafnarfjalli.

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna viðhalds og vorhreingerningar. Lokað verður aðfaranótt þriðjudags 27. apríl,  miðvikudags 28. apríl, fimmtudags 29. apríl og föstudags 30. apríl 2010 frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

 

,,Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera." Þannig hljóðar niðurlag greinar eftir Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, í Fréttablaðinu í dag. Greinin er birt hér í heild sinni.

Umferð í Hvalfjarðargöngum í marsmánuði var 7,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin nemur tæplega 9.800 bílum. og kann að hluta að skýrast af því að hluti páskaumferðarinnar lenti marsmegin við mánaðarmótin.

Lögreglan stóð ökumann að því aka á 134 km hraða á norðurleið í göngunum í nýliðinni viku. Viðurlög við slíku háttarlagi eru svipting ökuleyfis í tvo mánuði, 110.000 króna sekt og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 3,3% minni í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra. Munurinn er ríflega 4.000 bílar. Samdrátturinn er hlutfallslega nokkru meiri í janúar en í desember og nóvember.

Óveðrið sunnan- og suðvestanlands í lokaviku nýliðins mánaðar setur mark sitt á umferðartölurnar í febrúar, eins og vænta mátti. Það leit út fyrir að umferðin myndi dragast saman um 1-2% frá sama tíma í fyrra en niðurstaðan eftir stórhríðarhvellinn er 6% samdráttur.

Veggjöld standa undir nær helmingi kostnaðar við vegaframkvæmdir í Noregi. Níu krónur af hverjum tíu eru innheimtar rafrænt hjá vegfarendum, þ.e. með veglyklum eins og áskrifendur ferða um Hvalfjarðargöng hafa í bílum sínum. Í sjónmáli er að norsk stjórnvöld ákveði að veglykill skuli vera í hverjum einasta bíl í landinu.

Nokkrir viðskipnavinir og fjölmiðlamenn hafa leitað eftir nánari skýringum á þeim hluta tilkynningar Spalar um hækkun veggjalds, frá í gær, er varðar fjölda ferða sem áskrifendur eiga inni við breytinguna 1. febrúar 2010. Það er starfsfólki félagsins bæði ljúft og skylt að fara nánar yfir málið til að svara spurningum og skýra málið enn frekar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009