Veggjald verður hækkað

Óhjákæmilegt er að hækka veggjald í Hvalfjarðargöngum á næstunni. Hvenær það gerist og hve mikil hækkunin verður er á valdi stjórnar Spalar ehf., sem endurkjörin var í dag á aðalfundi félagsins á Akranesi.

Í máli Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar, og Gylfa Þórðarsonar framkvæmdastjóra kom fram að verðlagsþróun, og afkoma félagsins undanfarin tvö ár, kallaði á endurskoðun gjaldskrár ganganna. Gísli orðaði það svo í skýrslu stjórnar:

„Vissulega skiptir þróun verðlags miklu máli varðandi framhaldið en þó er ljóst að tekjur af óbreyttu veggjaldi hafa rýrnað umtalsvert á liðnum mánuðum á sama tíma og verðbætur á lán félagsins og almennir rekstrarliðir hækka. Þar við bætist að útlit er fyrir að verðbólga verði nokkur áfram og í því ljósi verður ekki undan því vikist að hækka gjaldskrána eitthvað.“

Gjaldið hefur lækkað um tugi prósenta að raunvirði

spolur_medalgjaldVeggjaldið hefur lækkað aftur og aftur í krónum talið á rekstrartíma ganganna og þegar verðlagsbreytingar eru teknar með í myndina hefur gjaldið rýrnað svo tugum prósenta frá upphafi. Mikil umferð hefur með öðrum skilað vegfarendum lægra og lægra veggjaldi. Aðstæður og horfur í efnahagsmálum gera það hins vegar að verkum nú að Spölur, aldrei þessu vant, hyggur að gjaldskrárhækkun. Veggjaldið var lækkað síðast 1. mars 2008. Gylfi framkvæmdastjóri sagði við aðalfundarfulltrúa að eftir á að hyggja hefði verið farsælla að halda óbreyttu veggjaldi þá en Spalarmenn sáu á þeim tíma ekki fyrir bankahrun fáeinum mánuðúm síðar, frekar en aðrir.

Gert ráð fyrir að umferð dragist meira saman

Rekstrarafkoma Spalar var sem sagt neikvæð, annað árið í röð. Hallinn var 129 milljónir króna á síðasta rekstrarári (1. október 2009-30. september 2009) en 220 milljónir króna á rekstrarárinu þar á undan. Verðbólguáhrif á lán félagsins skýrir hallann að mestu leyti, auk þess hækka rekstrarliðir og veggjaldið rýrnar, sem fyrr segir.

  • Tekjur Spalar voru 920 milljónir króna á rekstrarárinu, 59 milljónum króna minni en árið þar áður. Rekstrarkostnaður var liðlega 493 milljónir króna.
  • Langtímaskuldir Spalar voru 3,5 milljarðar króna í lok rekstrarárs, nánast óbreytt tala frá ári áður. Heildarskuldir voru 4,4 milljarðar króna, líka nánast óbreytt tala frá því í fyrra.
  • Meðalumferðin um göngin  var 5.400 bílar á sólarhring að jafnaði, sem er um 1,8%  minna en á fyrra rekstrarári.

Spalarmenn gera ráð fyrir því að efnahagsástandið, einkum aukin skattheimta af almenningi og bensíni, leiði til enn frekari samdráttar í umferðinni á næstu mánuðum.

Engin stóráföll í umferðinni

Góðu fréttirnar af vettvangi Spalar eru tvímælalaust þær að umferð í Hvalfjarðargöngum var svo gott sem áfallalaus á árinu, einungis voru skráð þar minniháttar óhöpp. Gísli stjórnarformaður sagði ánægjulegt að gera upp hvert áfallalítið árið á fætur öðru. Slíkt væri reyndar engin tilviljun heldur fyrst og fremst árangur þess að Spölur tæki öryggismálin alvarlega og hefði alltaf gert:

„Við eru sífellt á tánum og verjum bæði miklum tíma og fjármunum í að tryggja umferðaröryggi.“

Spalarfundur-_66_171209_web

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009