Ríkisgjaldheimta á Vesturlandsvegi væri samningsbrot

„Ríkið getur ekki að óbreyttu farið að innheimta veggjald á Vesturlandsvegi. Slíkt bryti gegn ákvæðum samnings Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. við samgönguráðherra og fjármálaráðherra frá 22. apríl 1995. Þetta liggur ljóst fyrir,“ sagði Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar á aðalfundi félagsins í dag.

Hann lauk skýrslu stjórnar með því að víkja að hugmynum í Stjórnarráðinu um að ná í tekjur í ríkissjóð með veggjöldum á leiðum út frá höfuðborginni:

„Sú aðferðafræði er alls óskyld hugmyndum um að veggjöld standi undir tiltekinni framkvæmd heldur virðist hún aðallega miðast við að afla ríkissjóði tekna nú þegar mikið liggur við.“

Gísli vitnaði beint í 4. grein samnings Spalar og ríkisins frá 1995 til staðfestingar þeim orðum sínum að veggjald á Vesturlandsvegi bryti í bága við undirritað og lögfest samkomulag. Þar segir meðal annars að samgönguráðherra skuldbindi sig til að greiða fyrir vegtengingu um Hvalfjörð og rekstri vegganga, jafnframt því að

„hefja ekki innheimtu vegtolla á vegum í nágrenni ganganna, sem hafa myndu neikvæð áhrif á umferð um þau.“
[...]
„Samt verður að segja að að hugmyndir um veggjöld á vegum ríkisins eru minna áhyggjuefni en sú staðreynd hve hægt gengur að hrinda í framkvæmd mikilsverðum samgöngubótum í nágrenni höfuðborgarinnar. Dæmin sanna að samgönguframkvæmdir eru arðsamar, ekki síst þegar þær hafa jafnframt áhrif til góðs á kuldalegan vinnumarkaðinn.“

 

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009